Ský - 01.06.1997, Side 28
Flugfélag Íslands
„Auðvitað er markmiðið að reka
þetta sem fyrirtæki sem skilar hagnaði.
Frá því að innanlandsflugið var skilið
frá öðrum rekstrarþáttum Flugleiða
fyrir rúmlega einu og hálfu ári og gert
að sjálfstæðri rekstrareiningu, hefur
náðst verulegur árangur í að bæta af-
komuna. Með þessari sameiningu
erum við líka að ná fram hagræðingu
að því leyti að með blönduðum flota
Pieper Chieftain. Að sögn Páls gerir
þessi samsetning flotans Flugfélaginu
kleift að láta til sína taka á leiguflugs-
markaðinum.
„Með þann Fokkerflota sem Innan-
landsflug Flugleiða hefur verið með,
þrjár vélar yfir vetrarmánuðina og fjór-
ar yfir sumarið, hafa vélarnar verið
nánast algjörlega uppteknar í áætlunar-
fluginu. Með þessari viðbót skapast sá
„Ég get trúað því að síðustu fjögur
árin hafi okkur tekist að fjölga farþeg-
um um 15 prósent, frá um það bil
250.000 farþegum á ári í 280.000 árið
1996, en það var metár í sögu innan-
landsflugsins," segir hann og bendir á
að inn í þeirri tölu séu eingöngu arð-
bærir farþegar, en ekki þeir sem borga
undir 75 prósent fargjald, sem eru til
dæmis smáböm.
Vægi innanlandsflugs í samgöngukerfinu
Innanlandsflug er burðarás í samgöngukerfi íslands eins
og sést augljóslega á þeirri staðreynd að á síðasta ári
hófu vélar sig á loft í innanlandsflugi með samtals tæplega
sjö hundruð og fimmtíu þúsund farþega.
í erindi sem Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hélt á flugþingi
haustið 1995 kom fram það mat hans að hlutverk flugsam-
gangna hérlendis sé fyrst og fremst að tengja saman lands-
byggðina og höfuðborgarsvæðið og flytja fólk og forgangs-
varning á þessum leiðum. Þessu til stuðnings benti Þorgeir á
að hátt í 90 prósent flugfarþega fara um Reykjavíkurflugvöll.
í erindi sínu komst flugmálastjóri að þeirri niðurstöðu að
með samanburði á land- og loftflutningum sé hægt að draga
eftirfarandi meginályktanir: Ef aksturstíminn er innan við
þrjár klukkustundir, þá hafa landflutningar yfirburði sem flug-
ið getur ekki keppt við. Ef aksturstíminn er á bilinu þrjár til
sex klukkustundir er um harða samkeppni að ræða milli loft-
og landflutninga þar sem tíðni flugferðanna getur ráðið
úrslitum. Og að lokum, ef aksturstíminn fer yfir sex tíma
hefur flugið að mörgu leyti yfirburðastöðu, til dæmis hvað
snertir ferðatíma og kostnað.
getum við þjónað „magrari“ leiðum
með meiri tíðni á minni vélum en við
gátum áður með Fokker-vélunum, og
svo aftur á móti nýtt þær betur á stærri
leiðunum.“
Floti Flugfélagsins samanstendur af
fjórum fimmtíu sæta Fokker 50, þrem-
ur nítján sæta Metro, en þar af em tvær
spánnýjar vélar sem hafa verið leigðar
frá Bandaríkjunum, tveimur nítján
sæta Twin Otter og einni níu sæta
möguleiki að sinna leiguflugi og við
ætlum okkur að vera mjög áberandi á
þeim markaði. Þetta er þáttur sem
Flugfélag Norðurlands þekkir sérlega
vel og kemur með inn í reksturinn, en
stór hluti tekna þess var af leiguflugi."
Fyrstu ár tíunda áratugarins mátti
greina nokkra stöðnun í farþegaflutn-
ingi innanlands. Að sögn Páls hafa
undanfarin ár hins vegar verið góð og
farþegum fjölgað töluvert.
Að sögn Páls á þessi þróun þó ekki
við um allar flugleiðir, heldur fyrst og
fremt um flug til stærri áfangastaðanna
og vegur leiðin milli Akureyrar og
Reykjavíkur sérstaklega þungt í þessu
sambandi.
Samkeppnin framundan
Aðspurður um hvemig samkeppnin
leggist í hann, segist Páll fagna henni
og vera fullviss um að hún muni efla
Búningar flugliða FÍ eru hannaðir af Maríu Ólafsdóttur.
26