Ský - 01.06.1997, Síða 46

Ský - 01.06.1997, Síða 46
Hvannadalshnjúkur Jepparnir voru heldur lengur en við á skíðunum aftur til byggða. Skíðað niður Hvannadalshnjúk. Framundan sést hin marflata tólf ferkílómetra slétta ofan á gíg Öræfajökuls. stuttum fundi og ítrekar fyrir okkur að vera í einfaldri röð, missa aldrei sjónar af næsta manni, því að nú þurfi hann að fara eftir GPS-staðsetningartæki til þess að hitta á rétta leið niður af jöklin- um. Eftir um það bil fimmtán mínútur komumst við út úr skýjunum og erum nákvæmlega þar sem Einar vill að við séum. Það sem eftir er gengur allt að óskum. Við þurfum að vísu að stökkva niður lítinn foss, taka skíðin tvisvar af okkur og ganga yfir malarskriður til að komast á réttu snjóbreiðurnar á leið- inni niður, en það er bara skemmtilegt og gerir þessa ferð enn ævintýralegri. Rúmlega klukkutíma eftir að við lögðum af stað frá rótum hnjúksins erum við komin niður. Síðasta spölinn rennum við okkur eftir metra breiðri moldugri snjórönd í lækjarfarvegi, en það er eini snjórinn sem eftir er á þess- um slóðum. Farvegurinn leiðir okkur niður að lítilli á þar sem bíil bíður okk- ar til þess að flytja okkur til byggða. Okkar síðasta verk er að vaða þar yfir og skola moldina og Vatnajökul af skíðunum. Einar Rúnar Sigurðsson fer létt með að ganga upp hjarnið á hnjúknum á skinnklæddum fjallaskíðum. 44

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.