Ský - 01.06.1997, Síða 50
Útivist
skóm fæst meiri festa þar sem þeir
svigna ekki og því er öruggara að
klifra í þeim en skóm sem gefa meira
eftir. Þá eru einnig minni líkur á því að
togna í stífum skóm þar sem þeir halda
mun betur við fætuma en mýkri kloss-
ar. Þannig eru til dæmis jöklaskór af
svipaðri gerð og skíðaklossar. Ef ætl-
unin er að halda sig við göngur í fjall-
lendi og klettóttu landslagi er mælt
með skóm af miðlungsstyrkleika og
eru þeir hæfilegir fyrir byrjendur. Þá er
hægt að fá skó sem eru sérhannaðir
fyrir léttar göngur og eru þeir ekki ó-
svipaðir styrktum strigaskóm. Sauma-
fjöldi er mikilvægt atriði vegna þess að
með tímanum fara skór að leka gegn-
um saumana, því færri saumar þeim
mun betra. Forðist sérstaklega skó
með saumum eftir þeim endilöngum
og yfir tána. Eftir nokkra mánuði
hleypa þeir gegnum sig öllu því vatni
sem inn vill komast. Annað mikilvægt
atriði er að skórnir séu ekki glænýir
þegar lagt er af stað í langa göngu.
Gönguskó verður að ganga til og það
er alveg bannað að kaupa þá daginn
áður en hetja skal för. Upp úr því hefst
ekkert nema blöðrur og kvalir með til-
heyrandi erfiðleikum.
Bakpokar fyrir lítla og stóra
Ef lagt er í tveggja daga ferð verður
bakpokinn að vera þannig úr garði
gerður að göngumanni líði vel með
hann. Pokamir sem nú eru á markaðn-
um eru með stillanlegu baki þannig að
hægt er að laga þá að hæð og vexti
hvers og eins. Ef keyptir eru góðir,
sterkbyggðir bakpokar frá viðurkennd-
um framleiðendum eiga þeir að endast
von úr viti. Pokamir em náttúrlega til í
öllum stærðum og eru mældir í lítrum.
Fyrir tveggja daga göngu þarf poka
sem rúmar um 50-60 lítra, eigi allt að
komast fyrir.
Þyngdin á bakpokanum og því sem
í hann er sett er miðpunkturinn í öllu
skipulagi þegar pakkað er niður fyrir
ferðina. Misjafnt er hversu miklar
birgðir menn ráða við. Flestir ættu að
setja markið einhvers staðar á bilinu
15 til 25 kíló, en ekki má gleyma því
að „hæfilega léttur bakpoki" er léttasta
byrðin sem þið getið komist af með.
Viggó Örn Jónsson er lausapenni og borgarbarn sem
fer ekki í óbyggðir nema peningar séu í boði.
Tíu ómissandi hlutir í bakpokann
Landakort (kort Landmætinga eða gönguleiðakort ef slík eru fáanleg).
Áttaviti (nauðsynlegt tæki sem kunna þarf að nota).
Eldspýtur.
Léttir strigaskór (til að þurfa hvorki að fórna þurrum gönguskónum
né skera berar iljarnar á grjóti í farveginum þegar vaðið er yfir ár og læki).
Sólgleraugu (ef gengið er í snjó er endurkastið gríðarlega
sterkt og snjóblinda er óskemmtileg reynsla).
Sólaráburður (háfjallasólin er sterk og það þarf sterkan áburð til
að brenna ekki á fjöllum).
Sjúkrakassi.
Vasahnífur.
Göngustafir (létta gönguna mikið og hægt er að fá stafi sem eru af
stillanlegri lengd þannig að hægt er að stinga þeim ofan í bakpokann
þegar þeir eru ekki í notkun).
Myndavél.
Til öryggis
Skiljið eftir ferðaáætlun hjá Lands-
björg með upplýsingum um hvenær á
að leggja af stað, hvert á að fara,
hversu margir eru í för og hvenær á að
koma til baka, þannig að skili göngu-
menn sér ekki á réttum tíma verði far-
ið að leita að þeim og það á réttum
stöðum. Að lokum er svo æskilegt að
hafa með sér ferðafélaga. Það þarf
svo afskaplega lítið að fara úrskeiðis
til að menn slasi sig á fjöllum og þá er
gott að hafa félaga með í för.
48