Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 31

Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 31
/ Ihefðbundnum skilningi þess orðs eru íslendingar friðsöm þjóð. Hér er enginn her og hefur ekki verið í mörg hundruð ár, vopnaburður er óþekkt íþrótt og íslendingum er tamara að vegast með orðum en spjót- um og sverðum. í öðrum löndum þekkjum við heri sem skiptast í sjó-, land- og loftheri. Innan þessara herja eru þekkt fyrirbæri sem kallast sérsveitir sem er yfirleitt harður, lítill kjami þrautþjálfaðra jaxla sem eru falin erfiðari verkefni en venjulegum fótgönguliðum. Hinar ýmsu sérsveitir hafa mismunandi gott orð á sér eins og verða vill í slíku starfi og nægir að nefna Grænu alpahúfumar (Green Berets) í ameríska hemum sem eru taldir miklir vígamenn meðan SAS-sveitir breska flughersins og selir ameríska sjóhersins (Navy Seals) hafa á sér jákvæðari hetjuljóma. A íslandi er til hliðstæða alls sem finnst í heiminum og hér er engin und- antekning á. Beinasta samlíkingin við erlendu sérsveitirnar er auðvitað sér- sveit lögreglunnar í Reykjavík. ís- lenska hliðstæðan við hermennsku al- mennt eru björgunarsveitir, en íslensku björgunarsveitimar eiga sér varla hlið- t heiminum. Það finnst ekki í vestrænum heimi dæmi um að löggjaf- inn, sem ber samkvæmt lögum að tryggja öryggi borgaranna, styðjist helst við sveitir þjálfaðra áhugamanna og væri hið opinbera ráðalaust við leit og björgun ef þessara sveita nyti ekki við. Starf björgunarsveitanna íslensku er sveipað talsverðum hetjuljóma með réttu því á undanförnum árum hafa sveitirnar verið í sviðsljósinu með því að vinna mikil björgunarafrek við mjög erfiðar aðstæður. Nægir að nefna staðarheitin Súðavík og Flateyri til þess að allir skilji hvað átt er við. Þar unnu björgunarsveitir mikil afrek við afar erfiðar aðstæður. Þjóðin er björgunarsveitunum þakklát og metur starf þeirra á margan hátt að verðleikum og styrkir sveitimar með ráðum og dáð. Hitt er svo annað mál að í nútímanum verður sífellt erf- iðara að halda úti öflugu starfi sem byggir á sjálfboðaliðavinnu þegar allur búnaður, tæki og rekstur kostar mikla peninga. Það er hins vegar mál sem verður ekki farið út í hér. Björgunarsveitirnar eru sem slíkar að verða 80 ára gamlar. Fyrsta eigin- Úrvalssveitir jorgunar- sveitanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.