Ský - 01.02.1998, Síða 31

Ský - 01.02.1998, Síða 31
/ Ihefðbundnum skilningi þess orðs eru íslendingar friðsöm þjóð. Hér er enginn her og hefur ekki verið í mörg hundruð ár, vopnaburður er óþekkt íþrótt og íslendingum er tamara að vegast með orðum en spjót- um og sverðum. í öðrum löndum þekkjum við heri sem skiptast í sjó-, land- og loftheri. Innan þessara herja eru þekkt fyrirbæri sem kallast sérsveitir sem er yfirleitt harður, lítill kjami þrautþjálfaðra jaxla sem eru falin erfiðari verkefni en venjulegum fótgönguliðum. Hinar ýmsu sérsveitir hafa mismunandi gott orð á sér eins og verða vill í slíku starfi og nægir að nefna Grænu alpahúfumar (Green Berets) í ameríska hemum sem eru taldir miklir vígamenn meðan SAS-sveitir breska flughersins og selir ameríska sjóhersins (Navy Seals) hafa á sér jákvæðari hetjuljóma. A íslandi er til hliðstæða alls sem finnst í heiminum og hér er engin und- antekning á. Beinasta samlíkingin við erlendu sérsveitirnar er auðvitað sér- sveit lögreglunnar í Reykjavík. ís- lenska hliðstæðan við hermennsku al- mennt eru björgunarsveitir, en íslensku björgunarsveitimar eiga sér varla hlið- t heiminum. Það finnst ekki í vestrænum heimi dæmi um að löggjaf- inn, sem ber samkvæmt lögum að tryggja öryggi borgaranna, styðjist helst við sveitir þjálfaðra áhugamanna og væri hið opinbera ráðalaust við leit og björgun ef þessara sveita nyti ekki við. Starf björgunarsveitanna íslensku er sveipað talsverðum hetjuljóma með réttu því á undanförnum árum hafa sveitirnar verið í sviðsljósinu með því að vinna mikil björgunarafrek við mjög erfiðar aðstæður. Nægir að nefna staðarheitin Súðavík og Flateyri til þess að allir skilji hvað átt er við. Þar unnu björgunarsveitir mikil afrek við afar erfiðar aðstæður. Þjóðin er björgunarsveitunum þakklát og metur starf þeirra á margan hátt að verðleikum og styrkir sveitimar með ráðum og dáð. Hitt er svo annað mál að í nútímanum verður sífellt erf- iðara að halda úti öflugu starfi sem byggir á sjálfboðaliðavinnu þegar allur búnaður, tæki og rekstur kostar mikla peninga. Það er hins vegar mál sem verður ekki farið út í hér. Björgunarsveitirnar eru sem slíkar að verða 80 ára gamlar. Fyrsta eigin- Úrvalssveitir jorgunar- sveitanna

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.