Ský - 01.02.2001, Side 12

Ský - 01.02.2001, Side 12
FYRST & FREMST MEÐ NÁTTHRÖFNUM í KÓPAVOGI Þaö er spurning hvort opnun erótíska næturklúbbsins Goldfingers við Smiðjustíg í Kópavogi sé vísir aö rauðu hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Vera súlustaðanna t miðborginni er þyrnir í augum margra og það hefur ekki beinlínis þótt til fyrirmyndar þegar gestir sumra þessara staða eru að staulast út um svipað leyti og íbúar mið- bæjarins eru að fara á fætur og verslunar- fólk er aö mæta til vinnu sinnar, jafnvel í miðri viku. Goldfinger leysir þetta vanda- mál að hluta til, að minnsta kosti hvað Ljósm: Páll Stefánsson snertir virku dagana, þvt staðurinn er opinn frá 22-6 alla daga vikunnar og er í miðju smáiðnaðarhverfi þar sem er engin íbúabyggð. Eigandinn, Ásgeir Davíðsson, sem jafnframt á Maxim, segir að yfirleitt fari ekki að hitna í kolunum t Kópavoginum fyrr en eftir að miðbæjarbarirnir loka. Þá fyllist Goldfinger af fólki sem er ekkert endilega í leit að beru holdi heldur opnum bar og öðru fólki sem vill ekki fara aö sofa. JK BLAÐ SKILUR BAKKA OG EGG Fáir eldhúshntfar þykja taka hinum japönsku Global-hnífum fram. Þessir hnífar eru margverðlaunaðir fyrir hönnun og gæði og eru jafnt brúkaðir af fagmönnum sem áhugamönnum við matreiðslu. Handfang og blað er gert úr hertu stáli, en hægt er að velja á milli um fimmttu gerða fyrir ólíkar aðgerðir. Einhverjir muna kannski eftir Global-hntfunum úr myndinni American Psycho, en enginn þeirra var þó hannaður til þeirra verka sem fagurkerinn Patrick Bateman, söguhetja myndarinnar, kaus að nota þá þar. Hér á landi fást Global-hnífar t versluninni Epal í Skeifunni. JK Traffic Efnið er strtðið endalausa um útrýmingu eiturlyfja. I forgrunni er frásögn af íhaldssömum dómara sem er skipaður yfirmaður baráttu Bandarikjanna gegn dópinu, en kemst svo að því að tánings- dóttir hans er krakkfíkill. En myndin segir margar sögur sem sumar skarast, aðrar ekki, og sögusviðið er allt frá Tijuana til Washington með viðkomu í virðulegu úthverfi 1 Ohio og mextkóskri eyðimörk svo einhverjir staðir séu nefndir. Leikarar: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Dennis Quaid og Catherine Zeta-Jones. Leikstjóri: Steven Soderbergh, sem hefur meðal annars gert Erin Brockovitch, Out of Sight, og Sex Lies and Videotape. Orösporið: Einhver magnaðasta mynd sem hefur komið frá Hollywood t seinni ttð. Hannibal Tekur upp þráðinn þar sem Silence of the Lambs endaði. Eftir að Hannibal Lecter slapp af hælinu t Baltimore hefur honum tekist að leynast t Flórens á Italtu og átt þar náðuga daga; vinnur á listasafni og hefur að mestu vanið sig af mannátinu. Sérstakar aðstæður verða til þess að hann þarf að snúa aftur til Bandarikjanna þar sem biða hans FBI-fulltrúinn Clarence Sterling, vinkonan úr fyrri myndinni og ill- vígur fyrrverandi sjúklingur og fórnarlamb læknisins. Og er sá meira illmenni en Hannibal ef eitthvað er. Leikarar: Anthony Hopkins, Julianne Moore, Gian- carlo Giannini og Gary Oldman. Leikstjóri: Ridley Scott sem á stórvirki á borö við Gladiator, Thelma & Louise, Blade Runner og Alien aö baki. Orösporiö: Blóðugri og svakalegri en forverinn. Jodie Foster treysti sér ekki til aö taka aftur að sér hlutverk Cl- arence Sterlings eftir að hafa lesið handritið. Almost Famous Gerist í kringum 1973. Fimmtán ára strákur fær tækifæri á að feröast með rokkhljómsveit til að skrifa grein um hana fyrir Rolling Stone. Hann verður ástfanginn af einni grúpptunni og fær að kynnast öllum hliðum hljómsveitalífstílsins, kynltfi, dópi og rokki og róli. Leikarar: Billy Crudup, Frances McDormand, Kate Hudson og Jason Lee. Leikstjóri: Cameron Crowe, hefur m.a. leikstýrt og skrifað Jerry Maguire og Singles. Orösporiö: Lauslega byggð á eigin lifsreynslu leikstjórans. Þykir afar vel heppnuð, skemmtileg og vel leikin. Kate Hudson fékk Golden Globe - verðlaunin fyrir leik í aukahlutverki. Chocolat Dag einn birtist kona ásamt dóttur sinni t frönskum smá- bæ og opnar súkkulaðiverslun. Konfektið hennar færir Ibúunum ást og hamingju en siðsamur bæjarstjórinn og handbendi hans sóknar- presturinn eru ekki alls kostar sáttir við starfsemina. Leikarar: Juliette Binoche, Lena Olin, Johnny Depp, Judi Dench, Alfred Molina. Leikstjóri: Lasse Hallström, sem hefur meðal annars gert What's Eating Gilbert Grape og Mitt liv som hund. Orösporiö: Ljúf og notaleg listræn mynd t anda töfraraunsæis, sem jafnvel þeir sem ekki þola listrænar myndir hafa gaman af.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.