Ský - 01.02.2001, Síða 27

Ský - 01.02.2001, Síða 27
 \ ■# m, 1 M , 1 w \ V Jón Ólafsson rýfur þögnina Jón Ólafsson er einn umtalaðasti maður íslands. Hann hefur búið erlendis undanfarin ár og í sjaldgæfu viðtali ræðir hann við Jón Kaldal um hvað hann hefur haft þar fyrir stafni, talar um prinsippin í lífi sínu og varpar nýju Ijósi á samskipti sín við Sjálfstæðisflokkinn. Það er óhætt að segja að Jón Ólafsson sé önnum kafinn maður. Þegar ég var að sannfæra hann um að koma í þetta viðtal ræddi ég við hann nokkrum sinnum í síðari hluta janúar. Fyrst var hann í Reykjavík, næst I London, svo í Cannes, þá í Stokkhólmi, aftur í Cannes og loks í Reykjavík. Allt á rúmri viku. Jón er einn af auðugustu mðnnum íslands. Hann á meirihluta í Norðurljósum sem hefur íslenska útvarpsfélagið, Sýn, Regnbogann, Stjörnubíó, Hljóðfæra- húsið, Stúdíó Sýrland og Skífuna innan sinna vébanda. Hann á stóran hlut I Tali, í gegnum Norðurljós, og hann er stærsti einstaki hluthafinn í Íslandsbanka-FBA. En Jón er ekki aðeins með mestu eignamönnum landsins, hann er án vafa einn af þeim umtöluðustu líka. Jón kemur við sögu í pistlum stjórnmálamanna, ráðherra, blaðamanna og fleiri, og ekki er allt fallegt sem þar er skrifað. En af hverju? Þetta er maður sem er með allt í skilum, á fyrirtæki sem stór hluti þjóð- arinnar á viðskipti við með einum og öðrum hætti og ætti í raun að geta verið einn af eftirlætissonum íslands. Kannski er það ómögulegt að verða eins stór og Jón í viðskiptalífinu án þess að eignast öfundarmenn? Hann þykir harðskeytt- ur í viðskiptum og fer ekki alltaf troðnar slóðir, en það getur þó seint talist galli á mönnum I hans geira. Það eru sérstaklega forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið iðnir við að senda Jóni tóninn, enda sjá sumir á þeim bæ rautt þegar minnst er á Jón. Það er athyglisvert að velta ástæðum þess fyrir sér. Þar koma völd og stjórnmál við sögu eins og kemur fram í viðtalinu. Jón flutti ásamt konu og börnum til Lundúna fýrir tæplega þremur árum. Fjölskyldan heldur þrjú heimili, eitt í London, annað í Suður-Frakklandi og það þriðja í Reykjavík. Þau eru nýþúin að færa sig um set í London, keyptu á dögunum stórt einbýlishús af söngkonunni Chrissie Hynde í hljómsveitinni Pretenders, og Jón segir að fjölskyldan ætli sér að vera I Englandi næstu árin. Ég hitti hann í dæmigerðum breskum einkaklúbbi sem hann hefur verið meðlimur í undanfarin ár. í Home House klúbbnum hans Jóns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.