Ský - 01.02.2001, Qupperneq 27
\ ■# m,
1 M , 1 w \ V
Jón Ólafsson
rýfur þögnina
Jón Ólafsson er einn umtalaðasti maður íslands. Hann
hefur búið erlendis undanfarin ár og í sjaldgæfu viðtali
ræðir hann við Jón Kaldal um hvað hann hefur haft þar
fyrir stafni, talar um prinsippin í lífi sínu og varpar nýju
Ijósi á samskipti sín við Sjálfstæðisflokkinn.
Það er óhætt að segja að Jón Ólafsson sé önnum kafinn maður. Þegar ég var
að sannfæra hann um að koma í þetta viðtal ræddi ég við hann nokkrum
sinnum í síðari hluta janúar. Fyrst var hann í Reykjavík, næst I London, svo í
Cannes, þá í Stokkhólmi, aftur í Cannes og loks í Reykjavík. Allt á rúmri viku.
Jón er einn af auðugustu mðnnum íslands. Hann á meirihluta í Norðurljósum
sem hefur íslenska útvarpsfélagið, Sýn, Regnbogann, Stjörnubíó, Hljóðfæra-
húsið, Stúdíó Sýrland og Skífuna innan sinna vébanda. Hann á stóran hlut I Tali,
í gegnum Norðurljós, og hann er stærsti einstaki hluthafinn í Íslandsbanka-FBA.
En Jón er ekki aðeins með mestu eignamönnum landsins, hann er án vafa
einn af þeim umtöluðustu líka. Jón kemur við sögu í pistlum stjórnmálamanna,
ráðherra, blaðamanna og fleiri, og ekki er allt fallegt sem þar er skrifað. En af
hverju? Þetta er maður sem er með allt í skilum, á fyrirtæki sem stór hluti þjóð-
arinnar á viðskipti við með einum og öðrum hætti og ætti í raun að geta verið
einn af eftirlætissonum íslands. Kannski er það ómögulegt að verða eins stór
og Jón í viðskiptalífinu án þess að eignast öfundarmenn? Hann þykir harðskeytt-
ur í viðskiptum og fer ekki alltaf troðnar slóðir, en það getur þó seint talist galli
á mönnum I hans geira.
Það eru sérstaklega forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið iðnir
við að senda Jóni tóninn, enda sjá sumir á þeim bæ rautt þegar minnst er á
Jón. Það er athyglisvert að velta ástæðum þess fyrir sér. Þar koma völd og
stjórnmál við sögu eins og kemur fram í viðtalinu.
Jón flutti ásamt konu og börnum til Lundúna fýrir tæplega þremur árum.
Fjölskyldan heldur þrjú heimili, eitt í London, annað í Suður-Frakklandi og
það þriðja í Reykjavík. Þau eru nýþúin að færa sig um set í London, keyptu á
dögunum stórt einbýlishús af söngkonunni Chrissie Hynde í hljómsveitinni
Pretenders, og Jón segir að fjölskyldan ætli sér að vera I Englandi næstu
árin. Ég hitti hann í dæmigerðum breskum einkaklúbbi sem hann hefur verið
meðlimur í undanfarin ár.
í Home House klúbbnum hans Jóns.