Ský - 01.02.2001, Síða 46
„Aðgerðin gekk að óskum, vina mín. Þetta
var illkynja æxli en ég er vongóður um að
hafa náð að skera það allt i burtu," sagði
skurðlæknirinn blíðlega og hélt í hönd mína
þar sem ég var að komast til meðvitundar
á vöknunardeild Landspítalans. Hjartalínu-
ritið sveiflaðist fyrir augum mér og unaðs-
legur morfínskammtur hríslaðist um æða-
kerfi líkamans þegar doktorinn færði mér
þessar blendnu fréttir. Við kvöddumst um
sinn og ég dormaði undir ómennskum
stunum og óhljóðum þeirra sem voru að
losa svefn í rúmunum allt í kringum mig.
„Þórdís mín, það er síminn til þín. Treyst-
irðu þér til þess að tala í hann?“ hvíslaði
skolhærð hjúkrunarkona með þráðlaust
slmtæki í hendinni. Ég kinkaði kolli.
Mamma var í símanum. Hún vildi heyra
hvernig frumburðinum liði og færði ótal
kveðjur frá vinum og ættingjum. „Ég er
sannfærð um að þetta fer allt saman vel,“
sagði mamma mildum rómi. „Það er mikið
af góðu fólki að biðja fyrir þér í bænahringj-
um og læknamiðlar að störfum til að þér
batni. Hún amma þín er búin að koma því
öllu í kring.“ Ég brosti með sjálfri mér þeg-
ar símtólið lá sambandslaust ofan á hvítri
sænginni, fullviss um að læknar allra að-
ferða væru mér hliðhollir og hjálplegir.
„Sjálfur trúi ég nú ekki á framliðna lækna,
en andalækningar eru hluti af þjóðarsálinni
og læknar verða bara að taka það með í
reikninginn," segir Matthlas Halldórsson
aðstoðarlandlæknir. „Mérfinnst ástæðu-
laust að fetta fingur út í starfsemi lækna-
miðla og virði trú fólks á þá, enda getur
maður hreinlega ekki bannað dauðvona
fólki að leita sér þeirra lækninga sem það
trúir á að lengi líf sitt eða stuðli að bata.
Þó ber alltaf aö hafa samvinnu við lækna
sé um krabbamein og alvarlega sjúkdóma
að ræða."
Kraftaverkalækningar
Að sögn Magnúsar H. Skarphéðinssonar,
formanns Sálarrannsóknarfélags Reykjavík-
ur, sækir mikill fjöldi íslendinga til lækna-
miðla enda er árangurinn I sumum tilfellum
ótrúlega góður og oft um hrein kraftaverk
að ræða. „Fólk leitar jafnt til læknamiðla
með alvarleg sem minni háttar veikindi,"
segir Magnús. „Sannanir liggja ekki fyrir um
starfsemi læknamiðla, en dæmi eru um að
krabbamein hafi horfið, skurðaðgerðum ver-
ið frestað og fólk orðið albata á eftir."
Daginn sem heimilislæknirinn tilkynnti
mér stamandi að hugsanlega væri krabba-
mein aö hrjá mig fór ég að gráta. Góður
Hafþór Gestsson rolfari segir aö besti mælikvarðinn
á gagnsemi og gæöi óhefðbundinna lækninga sé
fólkið sem í flestum tilvikum sé ánægt og komi
aftur til síns „læknis”.
Hómópatía
Hómópatía, öðru nafni smáskammtalækningar, byggist á þeirri
grundvallarkenningu að líkt lækni líkt. Upphafsmaður hómópatíunn-
ar, þýski læknirinn og lyfjafræðingurinn Hahnemann, komst að því
að efnið kínín sem þá var notað til að lækna malariu, veldur malar-
íueinkennum hjá heilbrigðri manneskju. Uppgötvun Hahnemanns
leiddi I Ijós að eins var háttað um önnur efni. Eftir hans rannsókn-
um eru gefnar svokallaðar remedíur, sem eru útþynntir, örsmáir
skammtar af efnum úr jurta-, dýra- eða steinaríkinu.
Hómópati hefur meðferð á því að skrá sögu einstaklingsins,
hvaða mann hann hefur að geyma, hvers konar líkami hýsir hann
og vandamáliö sem um ræðir er sundurliðað. Síöan er gefin rem-
edía út frá þessum upplýsingum. I remedíum kennir ýmissa grasa
og margar þeirra búa yfir sérkennilegum efniviði, svo sem hunda-
mjólk, kaffi, snákum, skordýrum, smokkfiski og blýi.
Hómópatía hentar fólki á öllum aldri. Algengir kvillar sem fólk
leitar til hómópata með eru eyrnabólgur barna, astmi og lungna-
vandamál, blöðrubólga og ýmiss konar sýkingar, meögönguógleði,
magakvillar, þunglyndi, höfuðverkir og alls kyns verkir svo eitthvað
sé nefnt.
Starfandi hómópatar á Islandi eru um fimmtán. Fyrsti tíminn hjá
hómópata tekur um einn til einn og hálfan tíma, kostar frá 4-5000
krónum og er þá tekin ítarleg skýrsla. Hver framhaldstími tekur um
hálftíma og kostar á bilinu 2-2500 krónur. Algengt er að fólk komi
um einu sinni I mánuði til hómópata I ákveðinn tíma eftir því sem
þörf krefur.
Kínverskar nálastungur
Kínverskar nálastungur eru mjög flókin læknismeðferð þar sem
leitast er við að ná jafnvægi á yin og yang. Yin er tákn jarðarinnar
og yang himnanna en oft er talað um kvenlega og karllega orku.
Sjúkdómar og ójafnvægi koma upp þegar stöðugleika eða hlutföli-
um yin og yang er raskað og því er markmiðið að endurheimta hið
náttúrulega jafnvægi og þar með heilsuna. Ójafnvægi yin og yang
leiðir nánar tiltekið til hindrunar á flæði lífsorkunnar, ch'i. Aðal-
orkurásir líkamans samanstanda af tuttugu og fjórum pörum auk
sextán aukarása, en samtals eru 668 orkupunktar á líkamanum.
Aukarásirnar eru oft notaðar við erfiðari sjúkdómum, þegar engin
önnur meðferö gagnast eða þegar þörf er á snöggum og miklum
breytingum.
I upphafi meðferðar er púlsinn tekinn við úlnlið þar sem hægt er
að finna tólf mismunandi meginpúlsa sem greina frá veikleika I
orkurásum, líffærum og blóði, einn fyrir hvert líffæri og aðal-
orkurás þess líffæris. Að auki er tungan skoðuð og líkamshiti
mældur. Út frá sjúkrasögu einstaklingsins er meðferðin svo ákveð-
in. Með nálastungum má hafa bein áhrif á líkamsorkuna og auka
eða minnka flæði til ákveöinna líffæra. I hverri meðferö eru notað-
ar á bilinu tvær til níu nálar og oftast eru þær staðsettar fjarri
þeim stöðum á líkamanum sem eitthvað amar að. Á líkamanum
eru ákveðnir orkupunktar sem stinga má I til að vekja fólk til lífs-
ins. í gamla daga þegar algengt var að fólk væri kviksett bitu útfar-
arherrarnir hina látnu I litlaputta, en við það rumskaði hinn látni úr
dáinu væri hann ekki örugglega dauður. Sá punktur sem sjaldnast
er stungið I er á milli endaþarms og þvagrásarops, en sá vekur
fólk upp úr dái eftir drukknun. Kínverskar nálastungur henta fólki á
öllum aldri. Hvertlmi I nálastungum kostar 3500 krónur.
44 ský
ÓOPINBERA HEILBRIGÐISKERFIÐ