Ský - 01.02.2001, Page 84
EYFIRSKUR MOLSSYKUR
Gullgellur Skautafélags Akureyrar
Tuttugu og sjö og harðar í horn að taka
„Viö erum miklu betri en borgardæturnar og ætlum að taka íslandsmeistaratitilinn næst,“ segja þær hver í kapp við aðra, dömurnar
í íshokkíliði Skautafélags Akureyrar. í búningsklefanum er asi á liðinu þegar brynjur, legg-, hné- og „pjötluhlífar" ásamt hjálmum,
treyjum og auðvitað skautum er kastað í eftirvæntingu eftir heitri sturtunni. Þær segjast kalla sig „Gullgellurnar" eða „Tíkurnar"
eftir því hvernig liggur á þeim. Tuttugu og sjö eru þær, harðar í horn að taka, en í liðinu er yngsta stúlkan tólf ára og sú elsta tuttugu
og níu ára. „Við byrjuðum að æfa I fyrra og þetta er ýkt gaman og mikil útrás," segja þær og bæta við að þær séu vel varðar fyrir
stympingum, „klofið líka, það er ekki síður mikilvægt en hjá karlaliðinu." í íshokkíleik geta mest átján stúlkur verið í liði, en gullgellur
Skautafélags Akureyrar eru meö bæði A- og B-lið á sínum snærum. „Það hafa samt verið mikil vonbrigði hvað stuðningur við liðið er
lélegur," segja þær ákveðnar. „Til þess að við verðum ósigrandi óskum við hér með eftir bættari fjárhag og miklu betri mætingu á leiki."
Ummmm ...Thule!
Flestir sem muna eftir gömlu og girnilegu Thule-auglýsingunni
eru komnir á bjóraldur. Hvort sem það er auglýsingasálfræðinni
að þakka eða ekki er eigi að síður staðreynd að Islendingar
slokra í sig íslenskum bjór í einungis 60% tilvika en það er
lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu á Norðurlöndum.
„íslendingar mættu gjarnan hafa hlut bjórs stærri í heildaráfengis-
neyslunni," segir Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri hjá Sól-Vík-
ingi. „Við viljum hlut íslenskra fyrirtækja stærri. Bjór er bestur nýr
og því hlýtur hann að vera ferskastur hér heima." Samkvæmt
tölfræði bjórframleiðenda supu Islendingar um þrettán milljón
lítra bjórs á nýliðnu ári eða um 46 lítra á mann, „Við erum með
fjölbreytta flóru og mikla breidd í bragði hérna fyrir norðan," segir
Unnsteinn stoltur. „Sjálfur er ég arfaslappur bjórdrykkjumaður,
en þó get ég með sanni sagt að Thule gefur besta bragðið."
82 SKÝ HETJUR NORÐURSINS