Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 14
Áttunda undur heims hlýtur að
vera hvernig foreldrum tekst
oftast að velja börnum sínum
nafn sem passar við útgeislun
og karakter. í nafninu Sóley
felst hiti, birta, sól, og sumar.
Plötusnúðurinn snoppufríði, sál-
fræðineminn og frambjóðandinn
S Ó L E Y
KRISTJ AMSDOTTIR
er ein af þeim sem stendur
undir nafni. Sólskin út í gegn.
Ljósmynd: PÁLL STEFÁNSSON
HVAÐ E R LAINIGT SÍÐAIM ...
...þú gafst upp? Þegar ég týndi enn einum símanum
í fyrrasumar. Skil ekki hvernig þessir símar gufa upp.
...fékkst rakvél lánaóa? Ætli þaö séu ekki fimm ár
síðan ég fékk rakvélina hennar mömmu lánaöa til aö
raka á mér lappirnar. Annars á ég alveg helling af
rakvélum síðan ég lék í Bic-rakvélaauglýsingu.
...þú skapaóir eitthvað? Ég skapaói svakalega
stemmningu á Vegamótum síöasta laugardag. Þaö
var dansað langt fram á nótt. Svo gerði ég mjög góð-
an fiskrétt fyrir nokkrum dögum.
ér? Eg man bara ekki eftir því en er líka fljót að gleyma leiðinlegum hlutum.
Svo leitast maður við hafa gott fólk í kringum sig þannig að það hefur þá verið óvart, hvenær sem það hefur gerst.
...þú horfóir á klámmynd? Það var fyrir tveimur kvöldum síðan. Mjög gaman af og til.
...þú varst ósátt við þjóðina þína? Þegar hún samþykkti að styðja Bandaríkjamenn og Breta í árásinni á írak. Þá
varð ég mjög reið.
...þú varst T vandræðum með að sólunda eigin fé? Þegar ég var tólf ára og búin að safna lengi fyrir Færeyjaferð
með vinkonu minni. Ég átti mikinn gjaldeyri en þar var eiginlega ekkert hægt að kaupa. Man að fötin voru ekki
flott, svo peningurinn fór aðallega í nammi. En síðan þá hef ég ekki átt í neinum vandræðum með það.
...þú dansaðir nakin í nóttinni Það var síðasta sumar þegar við fórum nokkrir vinir til Ítalíu. Við fórum niður á
strönd eitt kvöldið í rosalegu stuði og enduðum öll „tutti nutti” í sjónum. Svo bar að fullt af ítölum sem trúðu vart
eigin augum.
...þér varð hlýtt í hjartanu? í morgun þegar kærastinn minn kyssti mig bless þegar hann fór í vinnuna. Svo fór ég
...einhver skemmdi eitthvað f
framúr og gaf litla fiskinum okkar að borða, hann er alltaf svo glaður að sjá mig. Mér er eiginlega alltaf hlýtt í
hjartanu, það þarf ekki mikið til.
...þú fórst í hefðbundna sunnudagsmessu? Það var í fermingarfræðslunni 1994. Ég ætti að gera meira af því að
fara í kirkju. Þaó er mjög róandi og manni líður vel á eftir.
...þú varst annarri manneskju hvatning? Það var þegar ég fór í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn í vor. Þá fylltist
ég þjóðaranda og ætla sko aldeilis að gera góða hluti. ÞLG