Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 41

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 41
mök hafa fallið síöasta áratug. Slíkan árang- ur sjáum viö ekki í öörum löndum. Ég get skilið raunsæi þeirra homma sem sáu vini sína falla einn af öðrum, en mér þykir merki- legt aö kornungir hommar skuli líka eiga til sama raunsæi ef marka má lágar tölur um tíöni nýsmita. Ekki svo aö skilja aö menn geti leyft sér aö sofna á veröinum. En hommar á íslandi hafa tekið mark á staö- reynd alnæmis og enn höfum við ekki þurft aö horfast í augu viö nýbylgju HlV-smitunar líkt og víða á Vesturlöndum þar sem nýjar kynslóðir hafa nánast ákveöiö aö hætta aö taka mark á tilvist veirunnar meö hrikaleg- um afleiöingum." Kynlífsbyltingin síðari En aftur að mögulegri breyttri kynhegöun ís- !endinga. Mikið hefur veriö rætt um kynhegð- un unglinga þar sem unglingsstúlkur eru sagöar taka þátt í misjöfnum kynferöislegum athöfnum til aö fá inngöngu í partt, sem og algengi hópkynlífs og hópnauðgana. Víst er aö unglingar fá misvísandi og flókin skilaboö í þeim áreitum sem skella á skynfærum þeir- ra dag hvern. Jóna Ingibjörg segist ekki trúa Því að umrædd hegðun séjafnalgeng og um- raeöan segi til um, að minnsta kosti ekki á meðan fyrirbærið hefur ekki veriö rannsakað á áreiðanlegan og faglegan máta. „Þótt hokkrar stelpur stundi þetta athæfi, eða hafi einhvern tíma tekið þátt í þeirri hegðun, þýð- ir það ekki að meginþorrinn geri það. Það er bæði gagnrýni- og varhugavert að alhæfa um slíkt þegar engar kannanir liggja fyrir. Um- ræða um kynlíf er oftast á neikvæðu nótun- um. Þessi einhliða neikvæða mynd af kynlífi, eins og sifjaspell, vændi, klám og nauðganir, Þreytir mig óskaplega því kynlíf er gott, já- kvætt og gleðilegt afl. Umræðan um skugga- hliðar kynlífs á fullan rétt á sér en þaö skort- ir sárlega meiri áherslu á hinar björtu og eöli- legu hliðar kynlífshegðunar. Það er eðlileg þróun í þroska fólks að fikra sig áfram sem kynverur, en sú staðreynd er aldrei rædd sem er miöur. Það tekur enginn upp hansk- ann fyrir jákvæðar hliðar kynlífs. Kynlíf er nefnilega lím sem tengir fólk saman. Við Þurfum öll á kynlífi aö halda til að viðhalda okkur æxlunarlega séð, en líka tilfinninga- 'ega. Kynlíf getur verið hamingjuuppspretta og farvegur tilfinningalegrar tengingar, utan þess sem mikil gleði getur fylgt því að upp- Hfa eitthvað sem einstaklingi finnst styrkja sig sem kynveru." Víst tækju flestir undir þau orð að kynlíf sé yndislegt og ómissandi hluti þess að vera lifandi og lifa lífinu. Hins vegar hefurtlðni of- beldisfullrar kynhegöunar meðal ungs fólks aukist þegar litið er á aukingu á skráningu hópnauögana og kynlífsofbeldis hjá neyðar- Wóttökum spítalanna. „Þótt vísindalegar kannanir liggi ekki fyrir er vitnisburður Stórar kannanir í Finnlandi og Sví- þjóð, þar sem unnt hefur verið að bera saman við eldri kannanir, benda til þess að eftir því sem staða og möguleikar kynjanna hafa vaxið, þeim mun betra hefur kynlíf þeirra orðið og sérstaklega er merkjanlegt að konumar eru ánægðari en áður. starfsfólks sem vinnur með og hefur tengsl við unglinga fullnægjandi staðfesting þess að þessi aukning og þróun er staðreynd," segir Þorgerður Einarsdóttir. „Ef skoöuð eru fimm og tíu ára tímabil sést gríöarleg aukn- ing á nauðgunum og grófara ofbeldi, um leið og klám flæðir yfir þjóðina. Ég er sannfærð um að klámvæðingin er mikill sökudólgur í því hvernig komið er. Markaössetningin er miklum mun óvægnari og ágengari en mað- ur þekkir á Norðurlöndunum." Þorgerður bendir á tölfræöi og kannanir sem sýni að íslenskar konur standi verr að vígi í félagslegu tilliti og jafnréttismálum en kynsystur þeirra í nágrannalöndunum. „Það bendir til minna sjálfstæðis og segir okkur að íslenskar konur standi höllum fæti gagn- vart körlum á fjölmörgum sviðum og það væri mjög sérstakt ef þær hefðu allt í einu völdin þegar kæmi að kynlífi." Ingólfur V. Gíslason lítur þetta aðeins öðr- um augum. „Það getur vel veriö að um tví- skiptingu sé að ræða; annars vegar konur sem eru ákveðnar í að ráða kynlífsuppl ifun- um sínum sjálfar og svo annar miklu minni hópur sem telur sig þvingaðan til að gera það sem þær vilja ekki í raun. Kannanir í skólum hafa sýnt að sjálfstraust stúlkna er mun minna en strákanna, jafnvel þótt því ætti aö vera öfugt fariö þar sem þeim geng- ur svo vel í skólanum og eru betri en strák- arnir f öllum fögum. Því ættu íslenskar kon- ur, ef allt væri með felldu, að vera fullar sjálfstrausts því þær þurfa ekki lengur að vera karlmönnum háðar og geta vel séð um sig sjálfar." Fullnægingu, takk! Á hinum sfðari árum hefur öll umræða um kynlíf og kynhegðun orðið frjálslegri á ís- landi sem og annars staðar á Vesturlöndum. Nú vill engin kona fullnægingarlaus kynmök og sjálfsfróun þykir plús en ekki mínus. En þannig var þaó ekki alltaf. Ekki er nema ein kynslóð síðan konum fannst ekki aðalatriði að fá fullnægingu og sumir læknar töldu konunni eðlilegt að ná ekki þeim blossa í kynlífi. Reyndar er ekki lengra síðan en 1970 að sumir héldu því fram að kynferðis- leg fullnæging kvenna væri goðsögn og full- yrðingar um annað væru upplognar af fjöl- miðlum. Fleiri gamlar mýtur hafa sömuleiðis fallið upp á síökastið. í kynlífskönnun Chicago-háskóla er hrakin sú klisja að þeir sem stundi sjálfsfróun stíft séu ólíklegir til að stunda hefðbundið kynlíf. Samkvæmt nið- urstöðum eru einmitt þeir sem fróa sér mest manna líklegastir til að stunda kynlíf af kappi. Altsvo; lifir þú ríkulegu kynlífi er rök- rétt að þú hugsir meira um það og hafir þessa óslökkvandi kynhvöt. En gæti verið að konur séu bældar vegna hins tvöfalda siðgæðis sem ríkir í vestræn- um heimi? Ingólfur V. Gíslason telur það llk- lega skýringu og vitnar í athugun sem fram- kvæmd var í Bandaríkjunum þar sem karlar og konur voru fengnar til að horfa á erótísk- ar myndir og beðnar um að lýsa áhrifum þess sem fyrir augu bar á líðan sína. „Þá benti sitthvað til þess að konur væru ekki jafnlæsar á líkama sinn og karlar, þótt lík- legra sé að þær hafi leynt áhrifunum. Annars vegar var spurt hvort kynferðisleg örvun hefði átt sér stað, en jafnframt hafði mæli- tækjum verið komið fyrir á líkama kvenn- anna. Langflestar konurnar sögðust ekki hafa örvast eftir áhorf klámmyndanna, þótt mælitækin sýndu, svo ekki varð um villst, að líkamsstarfsemin segði annað. Senni- lega hafa viðhorf og siðferði ráðið svörum því enn þykir ekki mjög pent að konur hafi ánægju af erótík. Mér þætti mjög fróðlegt að sjá svipaða könnun hér eöa í öðru nor- rænu landi þar sem bornar væru saman kon- ur um t.d. tvítugt, fertugt og svo sjötugt." Ingólfur segist jafnframt telja að margt bendi til þess aö hegðun kynjanna á kynlífs- sviðinu sé líkari núna en hún hafi lengi ver- ið. „Eftir því sem staða norrænna kvenna hefur batnað, hafa þær í auknum mæli leyft sér frumkvæði og ýmsar tilraunir á kynlífs- sviöinu, sem mceður þeirra, ömmur og langömmur hefðu ekki getað látiö sig dreyma um. Enda sýnist mér á flestum kyn- lífskönnunum að fantasíur kvenna séu síst minni er karla, þótt þær láti þær síöur eftir sér. Stórar kannanir í Finnlandi og Svíþjóð, L LAUSGYRTIR ÍSLENDINGAR SKÝ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.