Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 26

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 26
Skynörvandi ... VODAFONE ROKKARARNIR nvmnMb n. 0««* Warhols sló í gegn með laginu Bohemian Like You - svölum Stones-legum rokkslagara sem hefur mátt heyra í l/oc/afone-auglýsingum. Edward Weinman spjallaði við söngvarann Courtney Taylor. „Fallegt fólk, svala liðiö, klæðskiptingar og furðufuglar velkomnir." Svona auglýsti hljómsveitin The Dandy Warhols eftir fólki í mynd- band viö nýjasta lagið sitt. En hvaða band er þetta eiginlega? Ég hitti þann snoppufríða söngvara The Dandy Warhols, Courtney Taylor, t fyrsta sinn í byrjun níunda áratugarins á ólíklegasta stað: líkamsræktarstöð í Portland, Oregon. „Ég vil nefnilega líta út eins og rokkstjarna,” sagði hann og æfði af krafti til að ná þessu granna, harða lúkki í anda Iggys Pop og Micks Jagger. ímyndin er greinile- ga allt. Taylor bauð mér því næst að koma á tónleika á subbulegum næturklúbb í bænum sem áætlaðir voru klukkan tvö um nóttina. Spólum svo aöeins áfram. Tíu árum og fjórum plötum síðar eru The Dandy Warhols orðnir rosafrægir. Eða næstum því. Fyrsta platan, Dandy’s Rule OK, olli töluverðum hræringum í neðanjaröargeiranum og reddaði þeim plötusamningi hjá Capitol Records, en hlutirnir fóru virkilega að rúlla þegar lagið Bohemian Like You af plötunni Thirteen Tales of Urban Bohemia fangaði athygli breskra auglýsingagúrúa fyrir Vodafone-símafyrirtækið. Þessi grípandi lagasmíð er nú þekkt sem Vodafone-lagið og skaut The Dandy Warhols þar með upp á stjörnuhimininn. Nú hlustar öll Evrópa á þá. Tónlistina er strembið að skilgreina. Henni hefur verið lýst sem skynörvandi pönktónlist undir áhrifum frá Velvet Underground, sin- fónískt gamaldags popp, og nútímalegt lo-fi, hvað sem það nú þýðir. „Hvers konar fólk hlustar á The Dandy Warhols?’ spyr ég Courtney Taylor, þegar ég hitti hann í annað sinn á frekar niðurníddu sport- kaffi í Portland, heimabæ okkar beggja. „Það er alveg viss tegund. Ekki lið sem sóar peningum í merkja- fatnað. Okkar áhangendur eru skynsamari en það,“ segir Taylor hálfkæringslega. „Það á við um alla sem ég hitti eftir tónleika að þeir eru skemmtilegt og einlægt fólk sem hefur raunverulegan áhuga á tónlist en verður ekki skrýtið og þráhyggjufulIt.” Taylor er ekkert of hrifinn af Vodafone-auglýsingunni, sem sýnir miðaldra „aula", eins og hann kallar þá, blaðra í farsímana. „Við höfum kannski fengið aðeins of mikla athygli undanfarið; kominn tími til þess að hægja aðeins á.” fmynd er mikilvæg fyrir hljómsveitina en skiptir ekki öllu. „Tónlist verður að vera falleg upplifun. Alveg sama þó þetta sé hrátt, þungt rokk. Hún verður að vera einhvers konar yfirlýsing. Svo að fólk geti hugsað: „Hey - þetta er ég. Svona Iföur mér. Ummm, en fallegt." Edward Weinman er blaðamaður lceland Review
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.