Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 59
Ljósmyndir: PÁLL STLWNSSON
57
UNDIR BERUM HIMNI
[ KYNNING 1
ALHLIÐA LAUSNIR
Idex útvegar allar gerðir glugga og hurða í hvaða
hús sem er
Idex er í dag með stærstu einstöku seljendum glugga og hurða á
íslandi. Vöruflóra Idex er afar breið sem gerir fyrirtækinu kleift að
veita viðskiptavinum alla mögulega þjónustu á þessu sviði. Idex var
stofnað í Danmörku árið 1980 og hefur allar götur síðan séð aðilum
á íslandi, Danmörku og í Færeyjum fyrir ýmsum rekstrar- og iðnað-
arvörum. Á seinni árum hefur fyrirtækið sérhæft sig í sölu og þjón-
ustu á breiðri línu á gluggum og hurðum og hefur fjölda umboða á
þeim. Má þar nefna ál/tréglugga og hurðir VELFAC, álglugga og
hurðir frá FP-Alu Glas, tréglugga og ál/tréglugga og hurðir frá
Rationel, O-Vinduer og Bent Jensen, iðnaðarhurðir frá NASSAU, eld-
varnar- og öryggishurðir frá DALOC og Interdoor, innihurðir frá
Jutlandia og felliveggi frá HABILA á meðal fjölda annarra.
Skrifstofa og sýningarsalur Idex er í Sundaborg í Reykjavík þar sem
er í boði alhliða þjónusta við viðskiptavini, svo sem tilboðsvinna og
viðhaldsþjðnusta, og þar er einnig haldið utan um sölu- og markaðs-
starf fyrir íslenskan markaö. Aðalskrifstofa fyrirtækisins er í Dan-
mörku þaðan sem er m.a. stjórnað samskiptum við birgja, innkaup-
um, tilboðsgerð, umsjón meö vörusendingum og vöruþróun. Sér-
staða fyrirtækisins er að vera með starfsstöð í nálægð við helstu
framleiðendur og birgja, sem auðveldar öll samskipti og verður til
þess að sendingar til viðskiptavina eru öruggar og ganga greitt fyr-
ir sig.
Á þeim liðlega tuttugu árum sem Idex hefur starfað hefur
fyrirtækið tekið þátt í og lagt til vörur í fjölda verkefna á íslandi.
Sem dæmi má nefna að um það bil 1000 AMSS/W/-iðnaðarhurðir
hafa verið settar upp og 30.000 VELFAC-g\uggar auk ótilgreinds
fjölda álhuröa, álsamstæðna, eldvarnarhurða, felliveggja og svo
mætti lengi telja. Sem dæmi um hús sem Idex hefur útvegað glugg-
a í er Nýherjahúsið við Borgartún, Hjúkrunarheimilið í Sóltúni, Bláa
Lónið og íbúðablokkir við Sóltún og Mánatún.
Idex, Sundaborg 7-9, s. 568 8104, www.idex.is
Gluggar frá Idex eru í húsakynnum Bláa lónsins
Þessar myndir eru af fjölbýlishúsi viö Hvassaleiti
í Reykjavík sem nýlega var klætt meö klæðningu
frá Alcan: Þær sýna annars vegar húsið á viðgerð-
artímanum og hins vegar fullbúið þegar plastið
hefur verið fjarlægt af glæsilegri klæðningunni.
ÍSLENSKT ÁL GEGN VINDI
□G VÆTU
Ál frá álverinu í Straumsvík kemur vlða við sögu á fs-
landi. Eitt dæmi má sjá á meöfylgjandi myndum sem
sýna húsaklæðningar frá Alcan en þær eru meöal ann-
ars unnar úr íslensku áli frá álverinu i Straumsvík.
Merki fyrirtækisins er þess vegna áberandi á fjöl-
mörgum nýbyggingum eða þar sem viögerðir fara
fram, enda henta þessar utanhússklceðningar íslensk-
um aðstæðum sérlega vel því þær standast vel vind
og regn.