Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 40

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 40
eöa þá útlendingi með framandi uppskriftir að spennandi bólförum. „Það er afar vinsælt og nánast gömul klisja að halda fram að lauslæti sé almennt, ekki síst meðal ungsfólks," segir Jóna Ingi- björg. „Áður en við fengum niðurstöður úr könnuninni höfðum við frekar reiknað með háum tölum um fjölda rekkjunauta en feng- um svör sem komu okkur í opna skjöldu. Því eins mikið og talað er um lauslæti kom fram sú óvænta niðurstaða að íslendingar eru síst lauslátari en aðrar þjóðir. Aðeins lítill hluti ungs fólks hefur marga rekkjunauta, yfirgnæfandi meirihluti fáa eða engan. Hvert sem maður fer er fólk eins. Alls staðar daðr- ar fólk og hefur þörf fyrir að tengjast. Daður er alþjóðlegt tungumál sem jafnan ríkir mik- il gleði og kátína kringum, sem þarf ekki að þýða að daðurhegðun sé eða endi alltaf með beinum kynmökum." Munurinn á kynjunum Niðurstöðurnar árið 1992 sýndu að íslenska konan á að meðaltali sex rekkjunauta um ævina. Hlutfallið er helmingi hærra hjá körl- um eða tólf ástmeyjar. Sá fjöldi virðist hald- ast í hendur við sambærilega tíðni rekkju- nauta Norðurlandaþjóðanna, Breta og þjóð- anna við Miðjarðarhaf, en þykir ríflegur ef borinn saman við nýja og ítarlega könnun Chicago-háskóla á kynhegðun Bandaríkja- manna. Þar kemur fram að meðalfjöldi rekkjunauta bandarískra kvenna er tveir yfir ævina, en sex hjá körlum. „Munurinn á fjölda rekkjunauta íslenskra karla og kvenna er fullmikill til að ég trúi honum," segir Ingólfur V. Gíslason, félags- fræðingur hjá Jafnréttisstofu, sem einnig hefur staðið fyrir námskeiðum um kynhegð- un í Háskóla íslands. „Körlum er tamt að ýkja þegar kemur að fjölda rekkjunauta um leið og konur draga úr frekar en hitt. Það er vegna þess að hugmyndir samfélagsins eru þær að karlinn eigi alltaf að vera til í tuskið og sífellt leitandi kynlífstækifæra, meðan konan má helst ekki sýna frumkvæði eða áhuga því þá er svo stutt í hórustimpilinn." En er íslenska konan kannski sjálfstæóari og komin lengra inn í framtíðina en kynsyst- ur hennar í nágrannalöndunum? Skyldi ekki vera raunhæfara að sofa fyrst hjá og fara svo f bíó, hafi rekkjubrögðin heppnast vel, f stað þess að eyða dýrmætum tíma í stefnu- mót til þess eins að búa til siðferðislega hæfilega langt millibilsástand uns til rekkj- unnar er boðið? „Nei, þetta þarf alls ekki að benda til þess að íslenskar konur séu svona sjálf- stæðar,“ segir dr. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla íslands og félagi í Feministafélagi fslands. „Ekkert bendir til að þær séu lauslátari en konur í öðrum löndum; við erum öll eins þannig séð. Þetta lauslætisorö fór af sænskum konum fyrir mörgum árum og var talið hafa farið af stað vegna Ijósbláu kvikmyndanna Forvitin blá og Forvitin gul. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að orðsporið eigi viö rök að styðjast, sem aftur sýnir hversu auðvelt er að koma slíku af stað og gera það langlíft. En þegar markaðsöfl í eigin landi, eins og hér, fara að notfæra sér tilbúið orðspor eru konur komnar varnarlausar út á berangur. Líkt og í tilfellum Flugleiða og The Sopranos sem er óskaplega óheppilegt." Þorgerður bætir við að íslenskar auglýs- ingastofur og markaðsfyrirtæki hafi lengi gert út á fegurð og lauslæti íslenskra kven- na. „Þorgerður Þorvaldsdóttir, kynja- og sagnfræðingur, skrifaði mastersritgeró sína um úttekt Playboy á íslenskum konum; sem hún kallaði The Amazing Beauty of lcelandic Women. Þarfjallaði hún um markaðssetningu íslenskra fýrirtækja á íslenskum konum og hvernig íslenska lambakjötinu og íslensku konunni er næstum slegið saman í áróðri um náttúru, þjóðerni og hreinleika. Það er ótrú- legt hvernig lauslætisstimpill íslenskra kvenna hefur verið búinn til sem ímyndar- sköpun af íslendingum sjálfum og verið not- aður til að auglýsa land og þjóð. Það eru ekki íslensku konurnar sem hafa komið þessu orði á sig heldur íslenskir aðilar sem eru fulltrúar markaðsaflanna í landinu." Annað sem gæti að mati Þorgerðar kom- ið óorði á bólsiði Islendinga eru drykkjusiðir þjóðarinnar sem þykja óheflaðri en gengur og gerist meðai annarra þjóða. „En það ætti þá væntanlega við bæði kynin. Vinnuálagið á íslendingum gerir það að verkum að þeir lifa hátt um helgar og detta duglega í það. Það ýtir svo undir þá ímynd að þjóðin sé bæði lauslátari og lostafyllri en aðrar þjóðir." Ekki bara íslandsmet En fleira kemurtil en markaðsöflin þegar að meintu lauslæti fslendinga kemur. Hátt hlut- fall fóstureyðinga meðal ungra kvenna og há tíðni klamydíusmits benda til óvarlegrar kynlífshegðunar og lauslætis. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu eru gerðar um 1000 fóstureyðingar á ári hverju; næst- um þrjár á dag. „Ég er á því að skýringin á orðsporinu felist einkum og sér í barneignum utan hjónabands og meðal unglingsstúlkna," segir Ingólfur V. Gíslason. „Hér er mun al- gengara en annars staðar að fólk eignist sitt fyrsta barn utan hjónabands. Þetta blas- ir við þegar útlendingar skoða opinbera töl- fræði en þar kemurfram að þriðjungur barna fæðist án þess að foreldrarnir séu giftir. Þá er auðvelt að draga þá ályktun að hér sé stundaður gegndarlaus saurlifaður og laus- læti og horft framhjá því hversu margt fólk er í sambúð án þess aö hafa tekið skrefið til formlegs hjónabands. Annar möguleiki er sá, og ég vitna í útlendinga aftur, að þeim þykir oft áhugavert hversu t.d. íslenskar þjónustu- stúlkur eru lausar við alla þrælslund og und- irgefni. Þær bíta frá sér ef abbast er upp á þær og þessi reisn þeirra, sjálfstæði og hik- lausa framkoma getur virkað þannig að þær séu til í tuskið hvenær sem er meó hverjum sem er því þær séu frjálslegri en menn eiga að venjast mjög víða erlendis.“ Tíðni klamydfusmits á íslandi er miklum mun hærri en sambærileg tíðni á Norðurlönd- unum. Sóttvarnarlæknir stóð fyrir mikilli her- ferð gegn klamydíu fyrir fjórum árum en hún dró lítið sem ekkert úrtíðni hennar. Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknis- embættinu, segir þrjár ástæður geta legið að baki, en raunverulegrar ástæðu þessarar háu tíðni smitaðra íslendinga hafi ekki verið leit- að. „Skýringin gæti legið í betri tiikynningum um slík smit hér á landi, betri skráningu eða að fleiri stundi óábyrgt kynlíf. Það gefur auga leið að því fleiri rekkjunautar og kynmök án smokks, því meiri líkur á smiti.“ Sigurlaug segir klamydíu vera algengan kynsjúkdóm á íslandi, en aðra kynsjúkdóma eins og lekanda algengari á Norðurlöndun- um. Tíðni hans er mjög lág hérlendis. Hins vegar sé nýtt fár sárasóttar að gera vart við sig í Evrópu og tfðni þess kynsjúkdóms hafi smávegis verið upp á við hér. Útbreiðsla HIV stendur á hinn bóginn nokkuð í stað frá ári til árs. „Fjöldi þeirra sem greinast meó HlV/alnæmi er mjög stöðugur á milli ára og helst vonandi þannig áfram. Árlega greinast á milli sex og tíu manns af HIV og eru flestir þeirra gagnkynhneigöir. Nokkur aukning HlV-smitaðra hefur gert vart við sig meðal homma í Evrópu og Bandaríkjunum, en við höfum ekki séð það gerast hér á landi." íslendingar eru þekktir fyrir að sneiða hjá smokkanotkun og finnst gúmmíiö skerða unaðinn sem fylgir kynmökum. í rannsókn- inni 1992 kom fram aó 63,1 prósent karla og 40,4 prósent kvenna taldi smokkinn spilla kynlífsánægjunni og með hækkandi aldri fjölgaði þeim sem voru á þessari skoð- un. Um þessar mundir er Landlæknisemb- ættió að setja upp stórt skilti á landgang- inum í Leifsstöð sem spyr á ensku og ís- lensku: „Hvað tekur þú með þér heim? Kyn- sjúkdómar eru algengari en þig grunar. Smokkur fyrir okkur." Skilti sem vonandi heftir útbreiðslu kynsjúkdóma og fær fólk til að hugsa, en gæti verið eins og staðfesting á að ferðalangurinn sé kominn til Bangkok norðursins. Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtak- anna 78, segist stundum velta því fyrir sér hvort hommar hafi verið þeir einu hér á landi sem tóku smokkaáróðurinn fullkomlega al- varlega. „Það er ekki einleikið hvað tölur um tíðni nýsmitaðra við samkynhneigð kyn- 38 SKÝ LAUSGYRTIR ÍSLENDINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.