Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 22

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 22
20 Göturnar í lífi mínu ... Unnur fyrir utan hliðið að bakgaröinum í Roslyn Gardens í Sydney. Húsið var mjög ábúðarmikiö að framan, en svipaði eilítið til ítalsks fátækrahverfis bakatil. ferskt og nýtt, tækifæri á hverju strái og ástralski himininn miklu stærri en annars staöar. Sydney er borg þar sem þjóðarbrot alls staðar úr heiminum búa saman í sátt og samlyndi. Gatan okkar var í King’s Cross- hverfinu sem er undarleg blanda af rauðu hverfi og fínum veitingastöðum fyrir jet set- lið Sydney-borgar. Þarna undi ég hag mínum við skriftir og þýðingar. Sydney er byggð við djúpan og vogskorinn fjörð, öll í hæðum og dölum og við geymdum Kríu í litlum flóa. Mikil náttúra er inni í borginni, garðar og stór tré, villt dýr og mikið fuglalíf; hópar af páfagaukum sem fara um borgina og læra að líkja eftir umferðinni og alls kyns skrýtn- ar krákur og hlátursfuglar sem hlæja eins og geðsjúklingar. Mjóstræti í Grjótaþorpi (1990-1997) Aftur komin heim til fslands. Ég fékk heimþrá í Ástralíu. Ekki síst vegna þess að ég var að skrifa á íslensku og það var mjög einmana- legt að geta ekki talað tungumálið við nema örfáar manneskjur. Svolítið eins og maður væri síðasti geirfuglinn. Því má segja að móðurmálió hafi togað mig heim. Auk nátt- úrunnar og svo auðvitað fólksins í landinu. Mér fannst frábært að búa í þessu gamla bárujárnshúsi inni í þessu einstaka þorpi í miðborg Reykjavíkur. Þarna ríkti hálfgerður þorpsfílingur og maður gat dottið inn í kaffi hjá nágrönnunum á hvaða tíma sem var. Leiddist hins vegar drykkjulætin í bænum um helgar. Cesar Chavez Street í San Francisco, Bandaríkjunum (2000-2001) San Francisco hefur sérstaka ásýnd af bandarískri borg að vera og þar er, Ifkt og í Sydney, svona fjöl- þjóðlegt samfélag sem ég elska. Bjó uppi í hæðum á Cesar Chavez sem liggur samhliða 24ða stræti í lítilli bóhemaholu. Fékk útrás í bókabúðunum sem eru dásamlegar þar í borg, svo maöur tali ekki um kaffihúsin. En ég sakna alltaf íslands núorðið ... Via Garibaldi, Trastevere í Róm, Ítalíu (2002) Eins og að færast aftur í aldir. Gamla hverfið Trastevere er hjarta Rómar- borgar og Via Garibaldi er eitt innsta hjarta- hólfið. Gatan Via Garibaldi byrjar á gullfal- legri hæð þar sem sér yfir borgina fornu og ána Tiber. Síðan hlykkjast hún niður hæðina með ótrúlegum byggingum á sitt hvora hönd og endar í gömlu borgarhverfi, kjarna Trastevere. Þröngar hellulagðar götur, pastellitir húsanna í gulu, appelsínurauðu, múrsteinsrauðu, járnrauðu, sólarlagsrauðu ... Nunnur og munkar á hlaupahjólum blístrandi Bella. Núna Nú er ég búin að finna stað sem ég kalla hiklaust heima. Þangað liggur krækl- óttur malarvegur og allt um kring er skógur. Við Úlfur, hundurinn minn, unum alsæl í þessu hreiðri, veiðum fisk á sumrin og spa- um í stjörnurnar á veturna. Ég held að átt- hagataugar íslendinga séu áberandi sterkar. Ég hef hitt þá marga á ferðum mínum um heiminn og það er eftirtektarvert hvað þen' vilja allir koma heim til að verða hér öldung- ar, deyja og hvíla í íslenskri moldu. ÞLG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.