Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 22
20
Göturnar í lífi mínu ...
Unnur fyrir utan hliðið að bakgaröinum í
Roslyn Gardens í Sydney. Húsið var
mjög ábúðarmikiö að framan, en svipaði
eilítið til ítalsks fátækrahverfis bakatil.
ferskt og nýtt, tækifæri á hverju strái og
ástralski himininn miklu stærri en annars
staöar. Sydney er borg þar sem þjóðarbrot
alls staðar úr heiminum búa saman í sátt og
samlyndi. Gatan okkar var í King’s Cross-
hverfinu sem er undarleg blanda af rauðu
hverfi og fínum veitingastöðum fyrir jet set-
lið Sydney-borgar. Þarna undi ég hag mínum
við skriftir og þýðingar. Sydney er byggð við
djúpan og vogskorinn fjörð, öll í hæðum og
dölum og við geymdum Kríu í litlum flóa.
Mikil náttúra er inni í borginni, garðar og
stór tré, villt dýr og mikið fuglalíf; hópar af
páfagaukum sem fara um borgina og læra
að líkja eftir umferðinni og alls kyns skrýtn-
ar krákur og hlátursfuglar sem hlæja eins og
geðsjúklingar.
Mjóstræti í Grjótaþorpi (1990-1997) Aftur
komin heim til fslands. Ég fékk heimþrá í
Ástralíu. Ekki síst vegna þess að ég var að
skrifa á íslensku og það var mjög einmana-
legt að geta ekki talað tungumálið við nema
örfáar manneskjur. Svolítið eins og maður
væri síðasti geirfuglinn. Því má segja að
móðurmálió hafi togað mig heim. Auk nátt-
úrunnar og svo auðvitað fólksins í landinu.
Mér fannst frábært að búa í þessu gamla
bárujárnshúsi inni í þessu einstaka þorpi í
miðborg Reykjavíkur. Þarna ríkti hálfgerður
þorpsfílingur og maður gat dottið inn í kaffi
hjá nágrönnunum á hvaða tíma sem var.
Leiddist hins vegar drykkjulætin í bænum
um helgar.
Cesar Chavez Street í San Francisco,
Bandaríkjunum (2000-2001) San Francisco
hefur sérstaka ásýnd af bandarískri borg að
vera og þar er, Ifkt og í Sydney, svona fjöl-
þjóðlegt samfélag sem ég elska. Bjó uppi í
hæðum á Cesar Chavez sem liggur samhliða
24ða stræti í lítilli bóhemaholu. Fékk útrás
í bókabúðunum sem eru dásamlegar þar í
borg, svo maöur tali ekki um kaffihúsin. En
ég sakna alltaf íslands núorðið ...
Via Garibaldi, Trastevere í Róm, Ítalíu
(2002) Eins og að færast aftur í aldir.
Gamla hverfið Trastevere er hjarta Rómar-
borgar og Via Garibaldi er eitt innsta hjarta-
hólfið. Gatan Via Garibaldi byrjar á gullfal-
legri hæð þar sem sér yfir borgina fornu og
ána Tiber. Síðan hlykkjast hún niður hæðina
með ótrúlegum byggingum á sitt hvora hönd
og endar í gömlu borgarhverfi, kjarna
Trastevere. Þröngar hellulagðar götur,
pastellitir húsanna í gulu, appelsínurauðu,
múrsteinsrauðu, járnrauðu, sólarlagsrauðu ...
Nunnur og munkar á hlaupahjólum blístrandi
Bella.
Núna Nú er ég búin að finna stað sem ég
kalla hiklaust heima. Þangað liggur krækl-
óttur malarvegur og allt um kring er skógur.
Við Úlfur, hundurinn minn, unum alsæl í
þessu hreiðri, veiðum fisk á sumrin og spa-
um í stjörnurnar á veturna. Ég held að átt-
hagataugar íslendinga séu áberandi sterkar.
Ég hef hitt þá marga á ferðum mínum um
heiminn og það er eftirtektarvert hvað þen'
vilja allir koma heim til að verða hér öldung-
ar, deyja og hvíla í íslenskri moldu. ÞLG