Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 82

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 82
nresiro- 80 '|F « § ■ ' i Í n .H "■ | ' “ 'sZí _ C J' - Stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum fara ótroðnar slóðir. Pessar ungu listakonur vinna í alls kyns miðlum: leiklist, myndböndum og innsetningum og trúa á mátt samstarfsins. Anna Margrét Björnsson hitti þær Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur og spurði hvaða gjörning þær hefðu viljað láta sér detta í hug. „Við vildum að við heföum haft sömu sýn og Stockhausen þegar hann sagði að 11. september hefði verið mesti gjörningur allra tíma. Það er mjög flott að sjá hlutina með þessu hugarfari," segir Sigrún Hrólfsdóttir, full sannfæringar. Það er kannski ekkert skrýtið að mottó Gjörningaklúbbsins er: „Horfðu í augun á þínum innri ótta.” „Ef maður fer að hugsa um hlutina á þennan hátt, þá er 11. sept- ember auðvitað eitthvað sem aldrei hafði gerst áður og hafði gífur- leg áhrif á heimsbyggðina. Það var svo mikill kraftur í þessu, Imynd- unarafl fólks fór af stað um allan heim. Orðið terrorismi öðlaðist nýja merkingu. Þaö er búið að búa til svo mikla hraeðslu. Fólk hugsar með sér: 'Hvað geta þeir búið til næst, hvað dettur þeim í hug að ráöast á næst?’ Allir eru farnir að ímynda sér það versta, og verða í raun litlir terroristar í huganum. Við erum auðvitað ekki að hvetja til terrorisma. Það sem við erum að segja er að við dáumst að manni eins og Stockhausen sem nær að sjá hlutina - í þessu tilfelli hræði- lega hluti - í algerlega nýju Ijósi. Hann hefur líka búið til ýmislegt sem við dáumst mikið að, eins og Tónverk fyrir sjö þyriur sem hann samdi um atburðina 11. september.’’ Jóní bætir við að það megi alveg líkja 11. september við náttúru- hamfarir. „Mér persónulega finnst náttúran sjálf eiga heiðurinn af bestu gjörningum allra tíma. Hún skapar hamfarir, og nú er hún búin að skapa þessa nýju SARS veiki,” segir Jóní full aðdáunar. Þær stúlkur taka það fram að þótt þær séu auðvitað undir áhrifum ýmissa listamanna séu þær þó aðallega undir áhrifum hvorfrá annar- ri. „Takmark listamanna er auðvitað að gera hluti sem enginn ann- ar hefur gert áður.” Það er nóg að gera hjá Gjörningaklúbbnum á næstunni. Þær eru að vinna að sýningu í Árhúsum, sem er gjörningur með mótorhjólum og lúðrasveit, og nýtt útilistaverk, Dýrmæti, verður afhjúpað við Borgar- holtsskóla í maí. „Við erum líka að vinna útilistaverk fýrir Landsvirkjun. Svo erum við að undirbúa nýja sýningu í Nýló sem verður opnuð 5. júlí.” En hvernig er að vinna þrjár saman? Kemur aldrei upp ágreiningur? „Jú, það er alltaf ágreiningur,” segja þær í kór og hlæja. Er þetta þá stundum Spice Girls fílingurinn? „Já, við vorum fyrst fjórar en nú er ein hætt,” segir Eirún. „En ágreiningurinn verður ekki gefinn upp, ekki frekar en hjá Spice Girls. Hjá okkur gerist allt bak við luktar dyr.” Sigrún bætir við dularfull á svip: „í reykfylltum bakherbergjum.” Hægt er að fá nánari upplýsingar um Gjörningaklúbbinn eða The lcelandic Love Corporation eins og þær heita á engilsaxnesku, á www.ilc.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.