Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 61
Ljósmyndir: PfíLL STLffíNSSON
59
UNDIR 8ERUIWI HIMN!
[ KYNNING I
Byggingar með klæðningum frá Áltaki:
Hótel Nordica (til vinstri), blokkir í Fellahverfi
og skrifstofur Nýherja í Borgartúni.
ÁLBYLTINGIN
Fyrirtækið Áltak hefur verið í fanarbroddi álvæðingar islensks bygginganiðnaðan.
Á íslandi eru til byggingar meö álklgeðningar
sem hafa staðist í áratugi án þess að á þeim
sjáist merki um slit, tæringu eða lakk láti á
sjá. Það er þó ekki fyrr en á seinni árum sem
notkun áls hefur virkilega náð útbreiðslu í ís-
lenskum byggingariðnaði og nú er svo kom-
ið að mörg af reisulegustu og mest áberandi
húsum landsins eru álklædd. Skoðið til
dæmis þennan lista: Aðalstöðvar Olís við
Sundagarða, Skeljungs-húsið og Hótel Nor-
dica við Suðurlandsbraut, hús Nýherja í
Borgartúni og fjölbýlishúsin í Sóltúni hinum
megin við götuna. Öll eiga þessi hús það
sameiginlegt að bera álkæðningar frá fyrir-
tæki sem var stofnað fýrir aðeins sex árum.
Þetta er fyrirtækið Áltak sem frá upphafi hef-
ur haft það að leiðarljósi að veita heildar-
lausnir á álklæðningum og álundirkerfum.
Markmiöið frá fýrsta degi hefur verió að
bjóða upp á efni sem standast íslenskar að-
stæður og hafa endingartíma sem mældur er
í áratugum.
Álkæðningar hafa vissulega verið notaðar
hér á landi í nokkra áratugi en þó með mis-
jöfnum árangri. í dag hafa menn lært að ál
getur verið mismunandi og að það er alls
ekki sama hvaða álblanda er notuð til húsa-
klæðningar. Ál til húsaklæðningar þarf að
vera þeim eiginleikum gætt að það geti um-
borið umhverfi sitt og þar skiptir miklu máli
hver álblandan er, hvaða meöhöndlun álið
fær áður en það er lakkað og ekki síst
hvaða lakk er notað og í hvaða hlutföllum
það er blandað. Áltak er umboðsaðili ALCAN
(annar stærsti álframleiðandi heims) sem
hefur þróað alla þessa þætti í margar ára-
tugi. Álplötur ALCAN eru framleiddar og lit-
aðar í Þýskalandi en til gamans má nefna að
hluti hráefnisins kemur einmitt frá álveri
ALCAN í Straumsvík. Þessar klæðningar
henta sérlega vel óblíðu veðurfari íslands
þar sem blandan í þeim gefur þeim aukinn
styrk og ver álið betur gegn salti, auk þess
sem lakkhúð þeirra er sérhönnuð til að þola
sólarljós. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar-
stofnunar byggingariðnaðarins sýna að tær-
ing áls er varla mælanleg við erfiðustu að-
stseður hér á landi.
Kostir við að nota álklæóningar til húsa-
klæðninga eru margir aðrir og má þar með-
al annars nefna hversu auðvelt er að forma
það, þar sem álið er mjög meðfærilegt og
létt. Síðast en ekki síst er álið umhverfis-
vænt og allt endurvinnanlegt.
Mjög mikilvægt er að undirgrind álklæddr-
a húsa sé einnig úr áli til að hindra spennu-
tæringu. Öll undirkerfi sem Áltak selur eru
hönnuð með hreyfingu í huga. Þannig heldur
klæðningin formi sínu og lögun og þar með
lengist líftími hennar.
Skrifstofa og sýnlngarsalur Áltaks er við Stórhöfða
33. Þar er hægt að fá allar frekari tæknilegar upp-
lýsingar og aöstoö við val á efnum og útfærslum.
Sími: 577 4100, sjá einnig www.altak.is