Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 6
4 2 2003 6. árg. GefiS út onnan hvern mónuS fyrir farþega Flugfélags Islands og aSra Islendinga. Útgefandi: Heimur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kaldal NÝR FJÖLMIÐLAlfERULEIKI Á síðustu rúmlega þremur árum hefur orðið svo mikil breyting á íslenskri fjölmiðlun að hæglega má líkja því við byltinguna sem varð þegar einkaréttur ríkisins á útvarps- og sjónvarpsútsendingum var afnuminn 1986. Aðalleikararnir í þessari fjölmiðlabylt- ingu hinni síðari eru Skjár 1 og Fréttablaðið, hvort tveggja ókeypis miðlar sem hafa náð fádæma útbreiöslu á skömmum tíma. Sérstaklega er rétt að taka ofan fyrir Gunnari Smára Egilssyni og hans liði á Fréttablaðinw, það er ekkert annaó en þrek- virki að hafa skákað Morgunblaðinu af stalli sem mest lesna blaði landsins á aðeins tveimur árum. Fréttablaðsmenn bera sig enda vel og tilkynntu á dögunum um tólf milljón króna hagnað fyrstu þrjá mánuði ársins og sögðu þann árangur og útbreiðsl- una sanna, svo ekki verði um villst, að efasemdarmenn um lífslíkur blaðsins hafi haft rangt fyrir sér. Gott og vel, en mikið væri huggulegra að sjá örlítið meiri hógværð á þessum bæ því ef skyggnst er aðeins lengra aftur í útgáfusögu blaðsins blasa við öllu dapurlegri tölur. Fréttablaðið fór nefnilega á hausinn í fyrrasumar þótt lesendur hafi ef til vill ekki orðið varir við það nema sem stutt sumarfrí í útgáfu þess. Gjald- þrotið hljóðaði upp á 537 milljónir og þar af var 102 milljónum vísað til Ábyrgðasjóðs launa. Þegar þetta gerðist var Fréttablaðið búið að koma út í um eitt ár og hafði far- ið inn á 75.000 heimili á landinu. Ókeypis? Ekki aldeilis. Hver áskrift kostaði um 7.200 krónur á tímabilinu, nema hvað viðtakendur blaðsins borguðu ekki neitt held- ur fengu skattgreiðendur og kröfuhafar reikninginn. Það má kalla þetta einhverja dýrustu markaðsrannsókn sem gerð hefur verið hér á landi; að henni lokinni sáu helstu aðstandendur blaðsins að hugmyndin væri frábær þótt þeir hefðu aldrei átt fyrir henni til að byrja með. Aftur að byltingunni. Það sem hefurfyrst og fremst breyst með tilkomu Fréttablaðs- ins og Skjás 1 er að þarna eru komnir stórir fjölmiólar sem fjármagna sig að öllu leyti með sölu auglýsinga, en ekki einnig með áskrift og lausasölu eins og hinir stóru miðlarnir (sjá úttekt bls. 46). Fyrir vikið hefur baráttan um auglýsingar harðnað veru- lega milli allra fjölmiðla landsins. Það hefur aftur ýtt undir þróun sem var komin af stað fyrir tíma þessara tveggja miðla, í þá átt að mörk ritstjórnarefnis og auglýsinga hafa orðið óskýrari í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Það er auðvelt að tfna til dæmi úr flestum miólum landsins þar sem umfjöllun um ákveðna þjónustu og verslanir er tilkomin vegna þess að viðkom- andi auglýsa í miðlinum. Og þar með vaknar spurning- in: Hvenær er verið aó fjalla um eitthvað vegna þess að blaðamaðurinn/sjónvarpsmaðurinn getur mælt með því af bestu samvisku? Og hvenær ráða hagsmunir og pen- ingar auglýsandans ferðinni? Annað atriði er hin innri og á stundum ómeðvitaða rit- skoðun sem blaðamenn geta lent f gagnvart stórum viðskiptavinum eða eigendum. Ef til dæmis meira en þriðjungur af auglýsingatekjunum koma frá einu fyrir- tæki, þarf þá ekki að stfga varlega til jarðar í frétta- skrifum um það? Það er gott fyrir okkur fjölmiðlafólk að vera meðvitað um þennan breytta veruleika og beinlínis nauðsyn- legt fyrir lesendur, hlustendur og áhorfendur. Forsíðumyndina af Baltasar Kormáki tók Páll Stefánsson. Sjá bls. 30. Myndritstjóri: Páll Stefánsson Útlitshónnun: Bergdís Sigurðardóttir Ritstjórnarfulltrúi: Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndarar: David La Chapelle Guðrún Gunnarsdóttir Oddur Þórisson Páll Stefánsson Pennar: Anna Margrét Björnsson Henrik Baldvin Björnsson Jón Kaldal Páll Stefánsson Tinna Gunnarsdóttir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ævar Örn Jósepsson Auglýsingastjóri: Árni Þór Sævarsson Prófarkalestur: Pétur Ástvaldsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: Borgartúni 23, 105 Reykjavfk. S. 512 7575 Auglýsingaskrifstofa: Borgartúni 23, 105 Reykjavík. S. 512 7575 Dreifing: Heimur hf. S. 512 7575 Verð: 790 krónur Áskrift: 590 kr. hvert tölublað. Upplýsingar í s. 512 7575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.