Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 21

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 21
UNNUR JÖKULSDÚITIR Unnur hefði allt eins getað heitað Alda. Eða Bára. Allt hefði það stímt henni í átt að hafi, vatni og frelsi, því sem hún elskar mest. Unnur er allt í senn; falleg, dularfull, víðsýn, fróð og fordómalaus en fyrst og fremst ævintýramanneskja sem séð hefur og upplifað fleiri og ólíkari kima af hnettinum en flest okkar. Hávallagata f Reykjavík (1956-1970) Fyrsta gatan í lífi mínu og sú sem ég hef búið lengst við um ævina. þangað fluttum við mamma þegar ég var eins árs og ég yfirgaf hana ekki fyrr en fjórtán ára. Mamma var kennari við Húsmæðraskólann á Sólvallagötu og heimiiið okkar var einskonar útibú frá heimavist- 'nni. Það hafði þann kost að ég átti alltaf tíu eldri systur sem svo var býttað út á hverju ári. Beint fyrir framan húsið var gríðarstórt Landakotstúnið með kaþólsku kirkjunni sem ég dróst að vegna dulúðar, fegurðar og leyndardóma. Afi minn var prestur í Hallgríms- kirkju og það var ekki laust við að mér fyndist ég svíkja hann með aðdáun minni á Kristkirkju. Ég gekk í Melaskóla og stytti mér leið Þ^ngað gegnum Elliheimilið Grund. Það var töluverð áhætta því elli- heimilisstjóranum var lítt gefið að krakkar færu þar í gegn og átti Þsö til að taka í lurginn á manni. En ég átti góða vini meðal gamla fólksins sem ég viöraði gjarnan í hjólastólunum og dúllaðist með um hverfið, Mér fannst mikill kostur að búa í göngufæri við höfnina og miðbæinn og var mikil miðbæjarrotta. Byrjaði ung að stunda Prikið Þsr sem ég pantaði mér appelsín og sötraði meðal fastagestanna. Eftir sopann hékk ég svo tímunum saman í Pennanum eða ísafold, en eg hef alltaf haft óbilandi ást á bókabúðum og ritfangaverslunum. *-augarnesvegur í Reykjavík (1970-1972) Hef svosem ekki margt urn Laugarnesiö að segja. Eini kosturinn við götuna var falleg fjaran sem lokkaði og laðaði skammt frá. Annars var ég að byrja í Mennta- skólanum í Reykjavík og tengdist hverfinu ekkert. Hélt áfram að vera með félögunum úr Vesturbænum og skólafélögunum í MR. Bjarkargata, Ásvallagata, Seltjarnarnes (1972-1976) Ég fór sextán ara að heiman og eyddi næstu fjórum árum í herbergjum sem ég le‘gði meðal annars í þessum þremur götum. Þetta voru yndislegir tímar enda rauösokkuhreyfingin, blómabyltingin og hippaárin í al- gleymingi. Maður skilur æ betur hversu gaman var að vera til á þess- um umbrotatímum og hversu mikið gekk á. Skilaboð dagsins voru að gera uppreisn gegn öllu í einu og finna nýjar leiðir til að lifa lífinu öðruvísi en áður, bæði pólitískt og samfélagslega. Smiðjugata á ísafirði (1976-1978) Dreif mig á Isafjörð með Þorbirni, ferðafélaga mínum til margra ára, til að safna sem mestu fé til skútu- smíðar. Við áttum draum um að sigla á skútu um heiminn og ég vann í öllu sem haagt var að vinna í í kaupstaðnum; í frystihúsinu, kaupfé- laginu, rækjuverksmiðjunni, í netagerðinni og sláturhúsinu. Flensborggade í Kaupmannahöfn, Danmörku (1978-1983) Nú vorum við komin til Kaupmannahafnar og byrjuð að smíða skútuna Kríu. Gat- an var hliðargata ofarlega við Istedgade og þurfti ég daglega að ganga hana þvera til að komast á lestarstöðina Hovedbanegárden. í þeim göngutúrum læröi ég að verða streetwise. f fýrstu skelfdist ég að sjá allar klámsjoppurnar og vændiskonurnar og stundum þegar ókunnur karl vatt sér upp að mér til að spyrja hvað ég kostaöi, varð ég skelfingu lostin og hljóp öskureið heim. Seinna lærði ég að ganga með þannig fasi að enginn abbaðist upp á mig. Þessi reynsla hefur nýst mér allar götur síóan. í Kaupmannahöfn lagöi ég stund á leikhús- fræði og rak kaffihúsið Klaptræet sem tengdist framúrstefnu-bíói. Votir vegir úthafanna, Atlantshafið og Kyrrahafið (1983-1987) Þeg- ar við yfirgáfum Kaupmannahöfn fórum við siglandi og næstu fimm árin var engin gata í mínu lífi heldur aöeins votir vegir úthafanna. Ég orðaði minn draum þannig að ég óskaði þess að fyrir utan gluggann minn væri nýtt útsýni á hverjum morgni og það rættist með Kríu. Næstu fimm árin sigldum við um heiminn og það var tæplega að ég byggi í landi eina einustu nótt, en eftirtaldir þrír staðir áttu okkur lengst í landi. Mindelo á Grænhöfðaeyjum. Þar bjuggum við í átta mánuði og þótt Kría væri á akkerslægi var hún eins og eitt af húsunum I þorpinu. Ég eyddi tímanum sem húsfrú á Kríunni og kepptist við innfæddar, fá- tækar konur að versla þessa litlu fæðu sem fékkst á mörkuðunum, en dágóður tími fór einnig í að fást við kúltúrsjokkið að búa í þriðja heiminum. Því fylgdi heilmikið álag. Það er mikil örbirgð á Græn- höfðaeyjum og þar er ekkert ferskt vatn. Á þessum tíma kynntist ég söngkonunni Cesariu Evora og sagði frá henni í bókinni sem nætur- gala sem söng á krá uppi í hlíöinni og ef hún hefði fæöst annars staðar myndi hún fylla tónleikasali um allan heim. En það átti hún heldur betur eftir að gera. Tigre-eyja í Panama, Suður-Ameríku Um tveggja mánaða skeið bjuggum við meðal Kuna-indíjána á Tigre. Urðum þó alltaf að gista um borð í Kríu vegna þess að hörund okkar var hvítt og ganga fyrir höföingjann til að fá leyfi til að blanda geði við indíjánana. Mikill ótti við hvíta manninn er ríkjandi meðal íbúanna frá því á tímum land- nema en höfðinginn gaf okkur leyfi til að blandast samfélaginu á daginn, veiða með þeim og elda. Eyðieyja í Los Roches-eyjaklasanum utan við Venesúela Við eyddum heilu ári í að þvælast um Los Roches-eyjaklasann og fimm mánuð- um á eyðieyju þar sem enginn var nema við tvö. Ég get varla sagt eftir á í hvað við eyddum tímanum því hann veröur svo afstæður á slíkum stað. Tilveran var svo einföld, maður eyddi drjúgum tíma í að kafa og dvelja í samfélagi kóralfiska. Roselyn Gardens í Sydney, Ástralíu (1987-1989) Ástralía er dásam- legt land og það freistaði mín lengi að setjast þar að. Allt er svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.