Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 10
(2) a. gulur (kk.) diskur (kk.), gul (kvk.) skeið (kvk.), gult (hk.) borð (hk.)
b. diskurinn (kk.) er gulur (kk.) og skeiðin (kvk.) hún (kvk.) er líka
gul (kvk.)
Í þessum ábendingum er þá miðað við málfræðilegt kyn — nafnorðið
diskur er málfræðilega karlkyns, skeið kvenkyns og borð hvorugkyns og
það ræður kyni beygjanlegra ákvæðisorða sem standa með þeim eða eiga
við þau og við getum þess vegna líka notað persónufornöfnin hann (kk.),
hún (kvk.) og það (hk.) í tengslum við þessi orð. Í sumum málfræðibókum
er svo líka bent á það að persónufornafnið hún sé notað um konur og
aðrar kvenkyns lífverur, hann um karla eða karlkyns lífverur og nú á
síðustu misserum fornafnið hán um fólk sem skilgreinir sig hvorki karl-
kyns né kvenkyns.4 Þetta er þá kannski kallað merkingarlegt kyn til
aðgreiningar frá því málfræðilega.
Þetta virðist ekki flókið mál í fljótu bragði og líklega hefur hinn al -
menni málnotandi litlar áhyggjur af kyni í íslensku máli, trúlega minni en
af fallbeygingu til dæmis. Ef leitað er í gagnagrunninum Tímarit.is koma
upp þrjú dæmi um orðið kynbeyging en 241 dæmi um orðið fallbeyging
þegar þetta er ritað. Á undanförnum árum hefur málfræðiformdeildin kyn
þó fengið vaxandi athygli og komið allvíða við sögu í ræðu og riti. Sú um -
ræða hefur ekki síst snúist um kyn kynbeygjanlegra orða (lýsingarorða,
fornafna, töluorða …). Hún hefur hins vegar oft liðið fyrir það að þátttak-
endur í henni skilja ekki allir á sama veg þau hugtök sem þar eru notuð.
Þetta eru reyndar býsna mörg hugtök eins og sjá má af eftirfarandi lista,
sem þó er ekki tæmandi:
(3) bendivísun, beygingarlegt kyn, beygingarsamræmi, eðliskyn, endur-
vísun, félagslegt kyn, karllægni, kynhlutleysi, kyninngilding, kynjað
mál, kynjahalli, kynjasamræmi, líffræðilegt kyn, líkingarkyn, mál -
fræði legt kyn, málfræðilegt samræmi, merkingarlegt kyn, merkingar -
legt samræmi, náttúrulegt kyn, orðasafnskyn, orðkyn, ómarkað kyn,
raunkyn, raunverulegt kyn, samræmiskyn, samræmisstigveldi, sjálf-
gefið málfræðilegt kyn, túlkanlegt kyn, vísandi kyn
Ég ætla ekki að ræða öll þessi hugtök eða reyna að skilgreina þau í smá-
atriðum. Ég ætla hins vegar að halda því fram að hægt sé að greiða úr
Höskuldur Þráinsson10
4 Þetta fornafn er kannski ekki komið inn í margar málfræðibækur enn sem komið er.
Þó má t.d. finna það í kennslubók Eiríks Rögnvaldssonar (2017:178), málfræðihandbók
Höskuldar Þráinssonar (2021a:233–234) og það er líka í Beygingarlýsingu íslensks nútíma-
máls (BÍN) og Íslenskri nútímamálsorðabók á Netinu.