Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 32
3.2.4 Fjöldi eða tiltekinn hópur?
Guðrún Þórhallsdóttir hefur lengi rannsakað ýmiss konar blæbrigði og
tilbrigði í notkun kyns í íslensku máli, enda hefur alloft verið vitnað til
skrifa hennar hér framar. Hún hefur líklega verið fyrst til að benda á
muninn á „hlutlausri tilgreiningu fjölda […] og tilgreiningu fjölda í hópi
þar sem kynjasamsetning er þekkt og „skiptir máli““ (Guðrún í tölvu-
skeyti). Hún tekur eftirfarandi setningu sem dæmi um það fyrra:
(42) Ég ætla að panta borð fyrir fjóra.
Í þessu dæmi er bara verið að gefa upp tölu þeirra sem þurfa að fá borð og
þá er eðlilegt að nota sjálfgefna málfræðilega kynið, þ.e. karlkynsmynd-
ina fjóra.
Guðrún nefnir líka dæmi á borð við (43), en það er hugsað sem fyrir-
sögn fréttar í fjölmiðli (sjá líka umræðu um svipuð dæmi hjá Höskuldi
Þráinssyni 2021b, 2022a,b):
(43) Þrjár/Þrjú/Þrír sóttu um starf skólastjóra.
Ef fréttin fjallar síðan nánar um umsækjendur og segir frá því hverjir þeir
eru væri eðlilegt að nota kvenkynið þrjár ef umsækjendur hefðu allir verið
konur, hvorugkynið þrjú ef hópurinn hefði verið blandaður (eða allir
umsækjendur kynsegin) og karlkynið þrír ef umsækjendur hefðu allir verið
karlar. En ef einungis væri verið að segja frá fjölda umsækjenda, t.d. vegna
þess að ekki væri búið að gefa upp hverjir sóttu, er eðlilegt að nota sjálf-
gefna málfræðilega kynið, þ.e. karlkynið. Þá er bara um einfalda talningu
að ræða. Eftirfarandi frétt er athyglisverð í þessu sambandi (Skessu horn
23. maí 2017, sjá umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni 2022b):
(44) Þrír sóttu um starf skólastjóra
Þrjár umsóknir bárust um starf skólastjóra Reykhólaskóla sem
auglýst var laust til umsóknar fyrr í vor. Umsækjendur eru Valgeir
Jens Guðmundsson kennari og Jón Einar Haraldsson kennari.
Einn umsækjandi vill ekki láta nafns síns getið að svo stöddu …
Í fréttinni kemur fram að tveir karlar hafi sótt um starfið og síðan hafi
einn umsækjandi ekki viljað láta nafns síns getið. Þá virðist ekki um annað
að ræða en nota sjálfgefna málfræðilega kynið, þ.e. karlkynið þrír, í fyrir-
sögninni. Kvenkynið þrjár kemur augljóslega ekki til greina og með hvorug -
kyninu þrjú væri gefið í skyn að nafnlausi umsækjandinn væri annars
kyns en hinir tveir. En um það er ekkert vitað og ef síðan kæmi í ljós að
Höskuldur Þráinsson32