Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 36
Eins og Einar bendir sjálfur á hefur karlkynið í tveim fyrstu dæmunum
almenna merkingu. Hér merkir a-dæmið þá sama og ‘Vill einhver að ég
haldi á sér inn í eldhús?’ Á sama hátt hefur b-dæmið almennu merkinguna
‘Hver er það sem er (eða vill vera) fyrstur í dag?’ Í þessum tveim dæmum
er þá um að ræða sjálfgefna málfræðilega kynið, þ.e. karlkyn (einhverjum,
fyrstur). En um leið og „tvítalan“ hvor er notuð, eins og í c-dæminu, er
faðirinn beinlínis að spyrja dæturnar tvær um það hvor þeirra vilji vera
fyrst og þá verður sagnfyllingin fyrst í viðeigandi vísandi kyni, þ.e. kven-
kyni. Karlkynið verður ótækt í því samhengi sem hér um ræðir en væri
auðvitað í lagi ef tvíburarnir væru strákar. Hér er tilfinning fyrir því að
hvor merki ekki sama og hver auðvitað skilyrði fyrir því að málnotandinn
skynji þennan mun.
3.3 Dregið saman
Í þessum kafla hafa verið færð rök að því að hægt sé að varpa ljósi á ýmis
áhugverð blæbrigði sem tengjast kyni í íslensku með því að styðjast við
hug tökin samræmiskyn, vísandi kyn og sjálfgefið málfræðilegt kyn. Ýmis-
legt hefur þó orðið útundan í umræðunni, til dæmis fréttamálið „tvennt/
þrennt/fernt slasaðist“. Samkvæmt Tímarit.is fór að bera á þessu orðalagi
rétt fyrir 1960. Lausleg athugun á fréttunum bendir til þess að þetta sé
helst notað þegar vitað er að hin slösuðu voru ekki sama kyns. Google finn-
ur líka þessa athyglisverðu frétt af RÚV.is (25. október 2019, sjá <https://
www.ruv.is/frettir/innlent/tvennt-slasadist-alvarlega-i-eldi-i-mavahlid>;
leturbreytingar mínar):
(52) Tvennt slasaðist mjög alvarlega í eldsvoða í kjallaraíbúð […] í
Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. Þrír voru í íbúðinni þegar eld-
urinn kviknaði, tveir karlar og ein kona […] Einn komst af
sjálfsdáðum út úr brennandi húsinu …
Hér er sjálfgefna karlkynið þrír notað þegar sagt er frá fjölda þeirra sem
lentu í eldsvoðanum, þótt hópurinn hafi verið blandaður, en aftur á móti
tvennt um þau tvö sem slösuðust. Það væri fróðlegt að skoða þessa mál-
notkun nánar.
Eins og í fyrri köflum hefur megináherslan í þessum kafla verið á
„verkaskiptingu kynjanna“ þegar um er að ræða fólk og þar gegnir karl-
kynið hlutverki sjálfgefins málfræðilegs kyns. Að einhverju leyti gilda
aðrar reglur þegar rætt er um dauða hluti eða hugtök því að þar er hvorug -
kyn sjálfgefið. Það kemur m.a. fram í eftirfarandi dæmum. Hugsum okk ur
Höskuldur Þráinsson36