Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 38
Í bók um færeyska málfræði (Höskuldur Þráinsson o.fl. 2012) er hins
vegar bent á nokkur atriði á kynjasviðinu þar sem færeyska hefur annan hátt
á en íslenska. Guðrún Þórhallsdóttir hefur borið þetta saman á skipulegri
hátt og tekur m.a. þessi dæmi (2015b:164, sum frá Höskuldi o.fl. 2012):
(55)a. Summi (hk.ft.) siga, at … (færeyska)
b. Sumir (kk.ft.) segja að … (íslenska)
c. Tey brekaðu (hk.ft.) hava ikki nógvar pengar. (færeyska)
d. Fatlaðir (kk.ft.) eiga ekki mikla peninga. (íslenska)
Færeyska hefur þannig breyst að þessu leyti því að væntanlega er notkun
hvorugkynsins nýjung þar. Hjalmar P. Petersen (2009:128) segir líka að í
gagnasafni úr færeyska blaðinu Sosialurin frá því í október 2000 hafi hann
fundið 18 dæmi um hvorugkynsmyndina summi í almennri merkingu (sbr.
(55a)) en aðeins eitt um að karlkynsmyndin summir væri notuð þannig.
Samsvarandi munur á íslensku og færeysku kemur líka í ljós þegar eftir-
farandi setning úr færeysku er skoðuð:
(56) Tey (hk.ft.) gomlu (hk.ft.) doyggja í og av einsemi.
Hér merkir tey gomlu bara ‘gamlir almennt, gamalt fólk’ þannig að setn-
ingin merkir ‘Gamalt fólk deyr í og af einmanaleika.’ Orðrétt þýðing væri
hins vegar Þau gömlu deyja í og af einmanaleika, en þar yrði orðalagið þau
gömlu að vísa í eitthvert tiltekið gamalt fólk sem hefði verið til umræðu.
Þannig er það ekki í færeysku af því að hvorugkyn getur haft almenna
merkingu í því máli, verið sjálfgefið málfræðilegt kyn.
Í færeysku málfræðibókinni (Höskuldur o.fl. 2012:114) bentum við
líka á að þegar talið er á færeysku án þess að vera að telja nokkuð sérstakt
(t.d. þegar talið er upp að tíu í leikjum) er notað hvorugkyn í færeysku en
karlkyn í íslensku (það eru aðeins tölurnar 1–3 og samsetningar með
þeim sem beygjast í færeysku). Sama á við þegar talning upp í þrjá er
notuð til að láta í ljós að eitthvað gerist (eða gerist ekki) skyndilega:
(57)a. eitt, tvey, trý … (fær., hvorugkynsmyndir)
b. einn, tveir, þrír … (ísl., karlkynsmyndir)
c. Dugir tú at telja upp í trý (hk.) á øllum norðurlandamálum? (fær.)
d. Kannt þú að telja upp í þrjá (kk.) á öllum norðurlandamálum? (ísl.)
e. Og eitt tvey trý kom terrassa frammanfyri húsini
(fær., hvorugkynsmyndir)
og eitt tvö þrjú kom pallur framan við húsið
‘Og það kom pallur framan við húsið svona einn, tveir og þrír’
Höskuldur Þráinsson38