Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 45
Þessi framsetning gefur vísbendingar um atriði sem hafa verið áberandi í
þeirri umræðu um málstýringu sem er stundum kennd við femínista og
Ragnhildur Ósk gerir ágæta grein fyrir í ritgerð sinni (sjá líka eldri yfir-
litsgrein eftir Finn Friðriksson 2017; ritgerð Hildar Lilliendahl Viggós -
dóttur 2020, grein hennar 2022 og skýrslu Ágústu Þorbergsdóttur 2021).
En snýst málið í raun og veru bara um hefð annars vegar og jafnrétti hins
vegar?
Eins og ég hef rakið annars staðar (Höskuldur Þráinsson 2022b) tel ég
augljóst að notkun málfræðilegs karlkyns sem sjálfgefins kyns sé hluti af
íslenska málkerfinu. Þetta má m.a. sjá af þeim kerfisbundna mun sem er
á verkaskiptingu málfræðilegu kynjanna í íslensku og færeysku (sjá líka
umræðuna í 4. kafla hér framar). Íslensk börn tileinka sér þetta kerfi án
beinnar tilsagnar (sbr. 3.2.6) og málfræðingar reyna að komast að því
hvernig þetta kerfi er og lýsa því, m.a. með því að setja fram þær reglur
sem gilda í málinu. Og þetta eru ekki reglur sem málfræðingarnir hafa
búið til heldur lýsing þeirra á eðli tungumálsins og því kerfi sem máltil-
finning málnotenda byggist á. Að því leyti eru þessar reglur ólíkar staf-
setningarreglum til dæmis. Færeyskar stafsetningarreglur eru að ýmsu
leyti ólíkar íslenskum stafsetningarreglum. Færeyingar skrifa t.d. þjóða -
heiti með litlum upphafsstaf (íslendingur, føroyingur) en samkvæmt ís -
lensk um stafsetningarreglum skal þar nota stóran upphafsstaf (Íslend ingur,
Færeyingur). En það er ekkert í málkerfinu sem kallar á þetta og þess vegna
væri alveg hægt að ákveða að breyta þessu, enda hefur slíkt verið gert.
Þótt ýmsir fylgjendur þeirrar femínísku málstýringar sem felst í því að
skipta kynhlutlausu málfræðilegu karlkyni út fyrir hvorugkyn líti svo á að
þar sé bara um einhvers konar hefð að ræða sem auðvelt sé að breyta, eins
og öðrum hefðum, hafa aðrir viðurkennt að málið sé flóknara en svo.
Þannig segir Ragnhildur Ósk (2021:18) í áðurnefndri ritgerð: „enginn
Íslendingur á kynhlutlaust mál að móðurmáli, a.m.k. ekki enn sem komið
er“ og tekur þar undir sjónarmið sem hún hefur eftir Guðrúnu Þór halls -
dóttur. Við getum gefið okkur að á þessum stað, eins og annars staðar í
ritgerðinni, sé Ragnhildur Ósk að nota orðalagið kynhlutlaust mál m.a. um
það að setja hvorugkyn í staðinn fyrir sjálfgefið málfræðilegt karlkyn.
Samkvæmt þessu getur sú málstýring sem þarna er til umræðu leitt til
þess að „til verður málbeiting sem brýtur í bága við málkerfi móðurmáls“
(Ragnhildur Ósk 2021:4) — og þá ekki bara málkerfi sumra málnotenda
heldur málkerfi allra Íslendinga. Í umræðu um þetta er þá kannski sagt
eitthvað á þá leið að þetta sé að vísu ekki í samræmi við málfræðina, en
„málfræðin stjórnar ekki upplifun fólks“ (Eiríkur Rögn valdsson 2022:79;
Þrjú kyn 45