Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 46
sjá líka Ragnhildi Ósk 2021:18). Það fer þó eftir því hvað við eigum við með
orðinu málfræði. Ef við erum að hugsa um tilbúnar reglur um það hvernig
við eigum að tala og skrifa er þetta alveg rétt. En ef við segjum, eins og
margir málfræðingar gera nú á tímum, m.a. þeir sem rannsaka máltöku
barna, að málfræði sé þær reglur (eða lýsing á þeim) sem lýsa málkunnáttu
okkar, liggja að baki máltilfinningu okkar og við höfum yfirleitt tileinkað
okkur ómeðvitað þegar á máltökuskeiði, þá á sú „málfræði“ einmitt ríkan
þátt í því hvernig við „upplifum“ það mál sem við heyrum eða lesum.
Nú dytti kannski einhverjum í hug að spyrja sem svo hvort við gætum
nú ekki þrátt fyrir þetta ákveðið að breyta þeirri verkaskiptingu málfræði -
legu kynjanna sem hér hefur verið lýst og vísað í fordæmi Færeyinga í því
sambandi. Þar þarf þó að hafa tvennt í huga. Í fyrsta lagi varð umrædd
breyting ekki í færeysku vegna þess að einhverjir hafi ákveðið að reyna að
breyta verkaskiptingu kynjanna af (mál)pólitískum ástæðum. Hún gerð -
ist bara „af sjálfu sér“ og við vitum í raun ekki hvernig eða á hve löngum
tíma. Þá má auðvitað spyrja hvort sams konar breyting geti ekki orðið í
íslensku og auðvitað er það hugsanlegt. Það er þó mun ólíklegra vegna
þess að sjálfgefið málfræðilegt karlkyn er „út um allt“ í íslensku ritmáli,
bæði gömlum ritum og nýjum, skáldritum, fræðibókum, námsefni, laga-
textum, dagblöðum o.s.frv. (sjá Finn Ágúst Ingimundarson 2022:21). Sú
staðreynd er auðvitað mikilvægur þáttur í því að móta það málkerfi sem
við tileinkum okkur. Aðstæður voru allt öðruvísi í Færeyjum þegar þessi
breyting hófst þar. Hún er nefnilega þegar komin til sögunnar þegar farið
er að skrifa færeysku og gefa út bækur á því máli fyrir um það bil 200
árum (sjá Höskuld Þráinsson 2022b:31, væntanlegt (kafli 11.5.2)). Þess
vegna vann ritað færeyskt mál ekki á móti þessari breytingu þegar hún var
að gerast og hún varð ekki heldur til þess að Færeyingar færu að misskilja
notkun málfræðilegs kyns í eldri ritum því að þau voru ekki til.
En væri það samt ekki æskilegt frá jafnréttissjónarmiði ef íslenska breytt -
ist á svipaðan hátt og færeyska hefur gert með tilliti til verkaskiptingar
málfræðilegu kynjanna? Sumir virðast trúa því að svo sé, sbr. nafngiftina
jafnréttissinnar um þá sem vilja stuðla að þessari breytingu (sjá tilvitnun í
ritgerð Ragnhildar Óskar hér framar). Gæti það ekki dregið úr þeim
kynjahalla sem hefur verið í samfélaginu? Ég hef enga trú á því. Í fyrsta
lagi kemur sjálfgefið málfræðilegt karlkyn fyrir, bæði í eintölu og fleir-
tölu, á mun fleiri stöðum í málinu en málnotendur gera sér almennt grein
fyrir, eins og hér hefur verið rakið. Þess vegna er vandséð að það gæti haft
einhver áhrif í jafnréttisátt að reyna að skipta því út fyrir málfræðilegt
hvorugkyn í tilteknum dæmum, jafnvel þótt einhver tengsl væru á milli
Höskuldur Þráinsson46