Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 47
notkunar sjálfgefins málfræðilegs kyns og kynjajafnréttis í samfélaginu. Í
öðru lagi get ég ekki séð að áðurnefnd breyting í færeysku hafi stuðlað að
meira jafnrétti í því samfélagi en er hjá okkur.35 Ýmsir virðast samt trúa
á þessa breytingu, sbr. nafngiftina jafnréttissinnar um þá sem vilja stuðla
að henni. Þá er litið svo á að sú málnotkun sé politically correct eins og það
er kallað á ensku. Með þeirri flokkun í málfarslega jafnréttissinna og aðra
hefur það því einmitt gerst sem Eiríkur Rögn valdsson hefur varað við í
umræðu um þetta efni (2022:84): „Það má ekki gerast að fólk verði
flokkað eftir málnotkun hvað þetta varðar og annað hvort tilbrigðið verði
talið villa eða óviðeigandi málnotkun.“
Loks má minna á að þegar ýmsir stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og
háskólafólk reynir að temja sér þessa málnotkun verður það stundum til-
gerðarlegt og leiðir oft til alls konar ósamræmis, vandræðalegra mistaka
eða leiðréttinga í eigin tali. Ástæðan er sú að til þess að nota málið á þenn-
an hátt verður fólk að taka eigin máltilfinningu úr sambandi tímabundið,
ef svo má segja, af því að þetta er ekki móðurmál neins, eins og áður var
bent á. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
heimildir
Anna Helgadóttir. 2011. Notkun málfræðilegra kynja í máli ungs fólks. Rannsókn á kynja -
notkun í íslensku máli. MA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík.
<http://hdl.handle.net/1946/8458>.
Ágústa Þorbergsdóttir. 2002. Er biblíumál karlamál? Einar Sigurbjörnsson, Hjalti Hugason
og Pétur Pétursson (ritstj.): Trúarbrögð við árþúsundamót, bls. 83–112. Guð fræði -
stofnun — Skálholtsútgáfan, Reykjavík.
Ágústa Þorbergsdóttir. 2021. Skýrsla um kynhlutlaust mál. Íslensk málnefnd, Reykjavík.
Aðgengileg á slóðinni <https://islenskan.is/images/skyrslur/Skyrsla-um-kynhlut-
laust-mal.pdf>.
Beygingarlýsing íslensks núímamáls. Kristín Bjarnadóttir (ritstj.). Stofnun Árna Magnús -
sonar í íslenskum fræðum, Reykjavík. <https://bin.arnastofnun.is>. [Sótt í nóvem-
ber 2021.]
Bjarni Jónsson. 1893. Íslenzk málsgreinafræði. Prentsmiðja Ísafoldar, Reykjavík.
Corbett, Greville G. 1979. The Agreement Hierarchy. Journal of Linguistics 15(2):203–224.
Corbett, Greville G. 2006. Agreement. Cambridge textbooks in linguistics. Cambridge
University Press, Cambridge.
Þrjú kyn 47
35 Sjá líka athugasemdir í þessa veru hjá Irisi Eddu Nowenstein (2013). Iris var þar að
svara grein eftir Hildi Knútsdóttur og það spruttu talsverðar umræður um þessar greinar
á sama vettvangi (femíníska vefritið Knúz) og Finnur Friðriksson (2017:11) víkur stuttlega
að þeim í yfirlitsgrein sinni. Það er fróðlegt að skoða þessar umræður en ekki er rúm til að
rekja efni þeirra hér.