Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 55
mismunandi beygingarmynda í textaheimildum. Í 4. kafla verður rýnt í
orðabókarskilgreiningar fær. vøllur og fjørður. Í 5. kafla verður kynnt rann -
sókn á tíðni beygingarmynda beggja orða í nútímamálinu og gerð tilraun
til að áætla tíðni myndanna í eldri færeysku svo að hægt sé að ákvarða
grunnmyndirnar á þeim tíma þegar útjöfnun hófst. Í 6. kafla er gerð grein
fyrir stefnu útjöfnunar í hvoru beygingardæmi fyrir sig með hliðsjón af
rannsókninni í kaflanum á undan. Niðurstöður eru teknar saman í 7. kafla.
2. Beygingarþróun u-stofna í færeyskri málsögu
Eins og bent var á í inngangi eru eldri færeyskar málheimildir af mjög
skornum skammti (sjá Guðvarð Má Gunnlaugsson 2000; einnig Barnes
2001:228–229). Hér verður því farið að dæmi Höskuldar Þráinssonar o.fl.
(2012:407–408) og forníslensk dæmi höfð um beygingu fornvesturnor-
rænna nafnorða, enda lítill munur á fornvesturnorrænu málunum (Krist -
ján Árnason 2011:4). Í (2) er sýnd beyging fvnorr. u-st. vǫllr og fjǫrðr (sjá
Iversen 1972:61–2 og 17–21 um hljóðferlin sem hér eru nefnd).
(2) et. nf. vǫllr fjǫrðr
þf. vǫll fjǫrð
þgf. velli firði
ef. vallar fjarðar
ft. nf. vellir firðir
þf. vǫllu fjǫrðu
þgf. vǫllum fjǫrðum
ef. valla fjarða
Eins og sést í (2) einkenndist beyging fvnorr. vǫllr og fjǫrðr af ólíkum
stofnsérhljóðavíxlum, en þetta réðst af því hvert frumnorræna stofnsér-
hljóðið var.3 Í u-st. vǫllr er fornvesturnorræna stofnsérhljóðið ýmist ǫ, e eða
a, en frn. *a lá til grundvallar. Þannig er kringt físl. ǫ komið af ókringdu
frn. *a við u-hljóðvarp, sbr. t.d. frn. nf.et. *wallur > fvnorr. vǫllr, fyrir
kringingar áhrif frn. *u á frn. *a. Stofnsérhljóðið fvnorr. e er tilkomið vegna
i-hljóðvarps, sbr. t.d. frn. þgf.et. *wallijē > fvnorr. velli, fyrir frammælingar -
áhrif frn. *ij á frn. *a. Myndir með a í stofni erfðu frn. *a óbreytt.
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 55
3 Til voru u-stofnar sem sýndu önnur stofnsérhljóðavíxl við beygingu, t.d. fvnorr. u-
st. þttr, sbr. nf./þf.et./þf./þgf.ft. þtt- ~ þgf.et./nf.ft. þætt- ~ ef.et. og ft. þátt-. Einnig voru
til þríkvæðir u-stofnar, t.d. fvnorr. fǫgnuðr (seinna líka fagnaðr), mánaðr, dǫgurðr, skilnaðr
(sjá Iversen 1972:61–2). Beygingarþróun þessara orða er ekki til skoðunar hér.