Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 56
Hjá u-st. fjǫrðr hefur stofninn ýmist að geyma jǫ, i eða ja, en frn. *e lá
til grundvallar. Þannig er fvnorr. jǫ komið af frn. *e við u-klofningu, sbr.
t.d. frn. nf.et. *ferður > fvnorr. fjǫrðr. Stofnsérhljóðið fvnorr. i er til-
komið vegna i-hljóðvarps, sbr. t.d. frn. þgf.et. *ferðijē > fvnorr. firði. Svo
á fvnorr. ja í eignarfallsmyndunum rætur sínar að rekja til a-klofningar af
frn. *e, sbr. frn. *ferðar > fjarðar.
Í (3) er beyging fær. vøllur og fjørður sýnd til samanburðar við beyg-
ingu fornvesturnorrænu fyrirrennara þeirra.4
(3) et. nf. vøllur fjørður
þf. vøll fjørð
þgf. vølli firði/fjørði
ft. nf./þf. vøllir/vallir5 firðir/fjørðir/fjarðir6
þgf. vøllum/vallum fjørðum/firðum/fjarðum
Eins og gildir um vøllur hafa gömul stofnsérhljóðavíxl fornra u-stofna
iðu lega verið jöfnuð út í tímans rás. Beyging orðanna børkur, gøltur, høtt-
ur, knørrur, knøttur, løgur, trøstur, vøttur, vøkstur; hjørtur, mjøður, stjølur
‘endinn á kornknippi’ eru til dæmis um þetta. Aftur á móti hefur fær.
fjørður bætt við sig tveimur nýjungum, þ.e. þgf.et. fjørði og þgf.ft. firðum,
auk þess að viðhalda gömlum víxlum.7 Ferlið hefur því ekki verið til ein-
földunar (sjá Petersen 2020:118). Eins og fær. fjørður hefur fær. táttur
‘þáttur’ varð veitt gömul stofnsérhljóðavíxl, en þó er víxlunum öðruvísi
háttað.
Jón Símon Markússon56
4 Þótt gamlar eignarfallsmyndir sé að finna í færeysku, t.d. Vallarland, er eignarfallið
horfið sem virkt fall í nútímafæreysku (sjá Höskuld Þráinsson o.fl. 2012:61–62).
5 Eins og Hjalmar P. Petersen hefur bent mér á má telja líklegt að nf./þf.ft. vallir sé
tilkomið vegna áhrifa frá víxlum á borð við et. høll ~ nf./þf.ft. hallir, sbr. et. vøll- ~
nf./þf.ft. vallir. Því verður ekki gerð frekari grein fyrir tilurð umræddrar myndar.
6 Stofn beygingarmyndanna þf.ft. fjarðir og þgf.ft. fjarðum var e.t.v. fenginn að láni
frá fvnorr./eldri fær. ef.et. fjarðar og/eða ef.ft. fjarða þegar eignarfallið var enn virkt fall.
Þó þykir mér líklegra að beygingin et. fjørð- ~ nf./þf.ft. fjarðir hermi eftir t.d. fær. kvk.
bjørn ‘björn’ ~ bjarnir. Ekki verður fjallað um myndir með stofninum fjarð- m.t.t útjöfn-
unar.
7 Í 5.2 verður gerð stuttlega grein fyrir notkun hliðarmynda m.t.t. mállýskubundinnar
dreifingar þeirra.