Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 58
oftar merktar sérstakri endingu en eintölumyndir, auk þess sem eintölu-
myndir eru oft styttri en fleirtölumyndir, t.d. et. búð en ft. búðir, et.
granni en ft. grannar. Tiltölulega stutt form er talið merki um ómark aða
stöðu gagnvart lengri myndum í beygingardæminu, en þó eru samsvar-
andi myndir eintölu og fleirtölu stundum jafnlangar, t.d. fær. nf.et. hundur,
nf./þf.ft. hundar, þar sem ekki er gott að ákvarða ómarkaða stöðu á grund -
velli endingarleysis eða lengdar myndanna.
Bybee (t.d. 2010:20, 2015:38) hefur rætt almenna tilhneigingu í tungu-
málum sem felst í því að orðmyndir og aðrar málfræðilegar einingar séu
styttri eftir því sem þær koma oftar fyrir, án þess þó að merking hafi
nokk ur áhrif á ferlið. Sem dæmi um slíkt má nefna beygingu orðsins
fvnorr. tǫnn, sbr. fvnorr. nf./þf.ft. tenn, tennr eða teðr, einnig fær. tonn ~
nf./þf.ft. tenn. Þannig má skýra endingarleysi ft. tenn og alhæfingu þeirrar
myndar í færeysku með því að hún er miklu algengari en eintölumyndin
(sjá einnig Sims-Williams 2022), þrátt fyrir að endingarleysi hjá fleirtölu-
myndum kvenkynsorða sé sjaldgæft. Hér skal einnig bent á að notkun et.
tonn má telja sjálfsagðari en notkun fleirtölumynda þegar um eina tönn er
að ræða og því ekki gott að byggja hugmyndir um svokallaða mörkun á
tíðni og endingarleysi einstakra mynda í bland við merkingu orðs.9
Um tíðni sem ráðandi afl í stefnu útjöfnunar má benda á þróun sem
Tiersma (1982) lýsti hjá frísneskum nafnorðum, en hann tók eftir að t.d.
frís. et. poel ‘laug’ skiptist á í beygingu við ft. pwollen og (yngri) poelen,
þar sem síðarnefnda fleirtölumyndin er byggð á stofninum úr eintölunni,
þ.e. poel-. Við frekari athugun kom í ljós að eintölumyndir orðsins voru
tíðari en fleirtölumyndir þess, en svipaðar forsendur virðast fyrir víxlun-
um frís. et. hoer ‘hóra’ ~ ft. hworren/(yngri) hoeren o.fl. Aftur á móti
skiptist t.d. frís. ft. jermen ‘handleggir’ á við tvímyndirnar et. earm og
(yngri) jerm, þar sem yngri myndin á upptök í ft. jermen; sbr. sömu
þróun hjá frís. et. kies/kjizze ‘tönn’, en yngri kjizze byggist á ft. kjizzen.
Hvað yngri dæmin varðar eru fleirtölumyndir tíðari en eintölumyndir.
Hér virðist því sem stefna útjöfnunar endurspegli upplifun málnot-
enda af aðstæðum í raunheiminum (e. real-world conditions) (Haspel -
Jón Símon Markússon58
9 Þetta viðhorf er almennt áberandi í skrifum þeirra sem nálgast útjöfnun frá sjónar-
hóli málnotkunar. Sem dæmi má vitna í ummæli Sims-Williams (2022:571) um áhrif tíðni
á ákvörðun grunnmynda grískra sagna: „I chose to test token frequency rather than marked -
ness for several reasons. The concept of markedness is vague (see Haspelmath 2006), and
it is not clear how it can be measured without circularity. Lack of overt marking generally
coincides with high token frequency, and it is likely that markedness effects are reducible
to frequency effects (as claimed already by Greenberg 1966).“