Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 60
norrænu innihéldu fjórir básar í beygingardæmi orðsins fjǫrðr stofn-
myndina fjǫrð- (nf./þf.et., þf./þgf.ft.), tveir stofnmyndina firð- (þgf.et.,
nf.ft.) og tveir fjarð- (ef.et. og ft.), sbr. (2). Dreifitíðni stofnmyndarinnar
fjǫrð- var því tvisvar sinnum hærri en dreifitíðni firð- og tvisvar sinnum
hærri en dreifitíðni fjarð-; með öðrum orðum, stofnmyndin fjǫrð- hafði
sömu dreifitíðni og báðar síðarnefndu myndirnar samanlagt. Há dreifi -
tíðni getur líka stuðlað að rótfestu, en búi tiltekin stofnmynd yfir bæði
hárri stak- og dreifitíðni má gera ráð fyrir að hún verði tiltækari úr minni
en aðrar stofnmyndir.
Einnig ber að nefna mynsturstíðni (e. type frequency), en í beygingar -
fræðilegu samhengi ræðst hún af því hve mörg orð beygjast eftir ákveðnu
beygingarmynstri (t.d. Bybee 2007:14). Í færeyku er mikill fjöldi karlkyns -
orða a- og an-stofnar og því er mynsturstíðni þeirra mun hærri en hjá
þeim orðum sem beygjast eins og fjørður. Jóhanna Barðdal (2008) og
Bybee (t.d. 2010:67) hafa sýnt fram á sterk tengsl milli mynsturstíðni og
þess hversu oft víxlamynstur verður útvíkkað, þ.e. hve virkt (e. productive)
mynstrið reynist. Í færeyskri málsögu hafa karlkyns a- og an-stofnar sýnt
mikla virkni, en hana má því tengja við háa tíðni viðkomandi mynstra og
þar með einnig rótfestu þeirra í minninu (sjá Jost og Christiansen 2017;
Frost o.fl. 2015; sjá einnig umræðu í 6.1.1).
Loks má nefna að málnotkunarnálgunin gerir ráð fyrir skemum (e. sche-
mas) sem taka tillit til tíðni og eru í stöðugri uppfærslu vegna rótfestu (sjá
hér að framan). Skema er rótföst alhæfing sem gerir málnotanda kleift að
reiða sig á vísigildi (e. cue validity), sem á rætur að rekja til tölfræðilegrar
dreifingar málfræðilegs fyrirbæris (sjá t.d. Tuggy 2007:83; Cordes 2017:
281).10
3.3 Samband forms og merkingar
Í 3.1 var ákveðið að fylgja Haspelmath (2006) og vísun til (sér)mörkunar
við að skýra stefnu útjöfnunar var talið ofaukið. Því fer þó fjarri að merk-
ing orðmynda hafi engin áhrif á ferlið, enda hægt að sýna fram á tilhneig-
ingu til meiri samræmingar á formi mynda sem tjá tiltekið beygingargildi
eftir því sem munur á því og andstæðu gildi endurspeglar mikilvægan
merkingarmun (Bybee 1985, 2015:105). Sem dæmi má nefna að meiri
merkingarmunur felst í aðgreiningu á gildum beygingarþáttarins tölu,
Jón Símon Markússon60
10 Hér fylgi ég skilgreiningu Taylors (2012:187): „The cue validity of feature f with
respect to category C is the probability of C given f, i.e. p(C | f).“