Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 62
vert er að hvorugur vefurinn hefur að geyma samsetningu með ft. -vøllir
að seinni lið, sambærilega við t.d. ísl. Þingvellir. Þó hefur Weyhe (pers.
uppl.) bent mér á staðarheitið Álavøllir, sem er í grennd við byggðina Sumba
á Suðurey. Einnig má finna nokkur dæmi um staðarheiti með ft. -vøllir hjá
Matras (1933). Að sögn Weyhe eru vellir í Færeyjum yfirleitt mjög litlir
og því sjaldnast merktir á kortum.
4.2 Merking orðsins fjørður
Føroysk orðabók (1998) gefur eftirfarandi þrjár skilgreiningar undir flett-
unni fjørður.
(5) a. (Langur) vágur el. vík inn í land (vanl. minni til breiddar enn til
longdar);
b. breitt sund, sjógvur millum oyggjar;
c. lendi kring fjørð.
Orðið fjørður vísar þá í þrennt: ílanga vík í (5a); opna sjávarleið milli eyja,
þ.e. sund í (5b);14 og landið meðfram firði í (5c). Orðið fjørður kemur ein-
nig fyrir í fjölda samsettra staðarheita, t.d. Fuglafjørður, Kollafjørður,
Skopunarfjørður. Ólíkt því sem gildir um vøllur er aðeins eitt færeyskt
örnefni með fleirtölumyndinni firðir: Firðirnir í Vestmanna.15
4.3 Tengsl -vøllur og -fjørður og ósamsettu orðanna vøllur og fjørður
Í ljósi orðabókarskilgreininganna í 4.1 og 4.2 og þeirrar staðreyndar að
bæði fær. vøllur og fjørður mynda samsett örnefni vaknar spurningin: Til -
heyra fær. -vøllur og -fjørður í samsettum örnefnum beygingardæmum
fær. vøllur og fjørður eða eingöngu beygingardæmi viðkomandi örnefnis?
Með öðrum orðum: Er t.d. -vøllur í Tórsvøllur dæmi um notkun orðsins
vøllur eða ekki? Í þessu sambandi er litið svo á að forsendan fyrir því að
málnotendur tengi fær. -vøllur og -fjørður í samsettum örnefnum við merk -
Jón Símon Markússon62
14 Ritstjóri spyr hvort merkingin í (5b), þ.e. ‘sund’, sé nýjung í færeysku. Á vefnum
<http://norskstadnamnleksikon.no/> kemur fram að „[fjord] tyder opphavleg truleg
‘gjennomfart (inn mot land), innfart.’“ Mörg örnefni með nafnorðinu -fjord í merkingunni
‘sund’, þ.e. opinni sjávarleið milli eyja, er að finna við vesturströnd Noregs, t.d. Gåsvær -
fjorden, Mesøyfjorden, Stabbfjorden, Støttfjorden o.fl. Slík örnefni benda til að notkun no.
-fjord og fær. fjørður í sömu merkingu eigi upptök í máli norrænna manna sem námu land
í Færeyjum.
15 Þetta staðarheiti fannst þó ekki með leitarorðinu „firðirnir“ á vefnum Føroyakort.