Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 63
ingarnar í 4.1 og 4.2 sé sú að í hverju einstöku samsettu orði með -vøllur
og -fjørður að síðari lið svari merkingin til merkingar samsvarandi ósam-
setts orðs (sjá t.d. Bybee 1985, 2010:22–23). Þar af leiðandi eru liðirnir
-vøllur og -fjørður í samsettum orðum hér taldir heyra til orðanna vøllur
og fjørður.
5. Rannsókn á tíðni einstakra beygingarmynda fær. vøllur og fjørður
5.1 Staktíðni einstakra mynda af orðinu vøllur
5.1.1 Nútímafæreyska
Orðið vøllur í merkingunum í (4a–b) er sjaldgæft í færeysku. Við þessu
hefði mátt búast, enda náttúrulegir vellir fáir og oftast fyrirferðarlitlir í
Færeyjum vegna landshátta og því e.t.v. lítið tilefni til að ræða hversdags-
lega um þá (sjá umræðuna í 3.1). Tíðni orðsins vøllur stafar einkum af
notkun þess í merkingunni í (4c), þ.e. sem styttingar á leik- og ítróttavøll-
ur, og sem styttingar á flogvøllur. Í töflu 1 er sýnd tíðni allra beygingar-
mynda fær. vøllur eins og hún birtist í TTF miðað við notkun þess utan
samsetninga, en alls skilaði textasafnið 448 niðurstöðum.
Beygingarmyndir Tíðni (alls 448) Hlutfall (%) Alls (et./ft.)
nf.et. vøllur 77 17,19%
þf.et vøll 93 20,76% 375
þgf.et. vølli 205 45,76%
nf.ft. vøllir 11 2,46%
vallir 9 2,00%
þf.ft. vøllir 18 4,02%
vallir 5 1,12% 73
þgf.ft. vøllum 26 5,80%
vallum 4 0,89%
Tafla 1: Tíðni einstakra beygingarmynda orðsins vøllur og hlutfall þeirra af 448
dæmum úr færeysku nútímamáli.
Af töflu 1 má ráða að eintölumyndirnar eru langtum tíðari en fleirtölu-
myndir, eða 375 á móti 73. Þágufallsmyndirnar eru tíðari en aðrar myndir
í báðum tölum — 205 (et.) á móti 30 (ft.) — eða 52,46% af fjölda allra
mynda orðsins. Innbyrðis tíðni eintölumynda hækkar eins og sýnt er í (6),
þar sem úr örinni má lesa ‘kemur sjaldnar fyrir en’.
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 63