Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 64
(6) nefnifall (77) → þolfall (93) → þágufall (205)
Hækkandi tíðni milli samsvarandi mynda fleirtölunnar fylgir sömu röð,
sbr. 20 (nf.), 23 (þf.) og 30 (þgf.). Tíðni fallmynda innan hvorrar tölu, þar
sem þágufallið er algengast, kemur væntanlega ekki á óvart, enda er völlur
staðfræðilegt fyrirbæri. Þar að auki liggja leik- og/eða íþróttavellir og flug -
vellir venjulega á sléttum flötum og því eðlilegt að nota viðkomandi orð í
tengslum við dvöl á stað, þ.e.a.s. í þágufalli, auk hreyfingar á stað, þ.e.a.s.
í þolfalli (sjá hér að neðan).
Hvað notkun orðsins í mismunandi merkingu snertir hefur 51 af 77
dæmum um nf.et. vøllur ótvírætt merkinguna ‘leikvöllur’ og 17 merking -
una ‘flugvöllur’.16 Auk þess falla níu dæmi undir merkingarliðina í (4a–
b), þ.e. grasi gróinn flöt eða grasi gróna syllu í bjargi. Leit að þf.et. vøll
skilaði alls 93 dæmum, þar af 50 í merkingunni í (4c), auk níu í merking-
unni ‘flugvöllur’ og 34 niðurstöðum í merkingunum í (4a–b). Um þgf.et.
vølli fundust alls 205 dæmi, þar af 189 um merkinguna í (4c), tíu í merk-
ingunni ‘flugvöllur’, en sex sem flokkast eftir merkingunum í (4a–b).
Þessar upplýsingar eru teknar saman í töflu 2, þar sem hlutfallstölurnar
miðast við alls 375 dæmi.
Mynd (4c) flogvøllur (4a–b) Alls
nf.et. vøllur 51 17 9 77
þf.et. vøll 50 9 34 93
þgf.et. vølli 189 10 6 205
Samanlagt 290 36 49 375
Hlutfall (%) 77,33% 9,6% 13,07%
Tafla 2: Tíðni mynda nefnifalls, þolfalls og þágufalls eintölu af orðinu vøllur í
mismunandi merkingu auk hlutfalls notkunar eftir merkingu.
Hvað notkun í samsetningum varðar sýnir leit í TTF að tíðni orðsins vøllur
snarhækkar í því samhengi (sjá umræðuna í 4.3). Sem dæmi voru skoð aðar
myndirnar nf. Tórsvøllur, þf. Tórsvøll og þgf. Tórsvølli. Um nefnifallsmynd -
ina er að finna 139 dæmi, 218 dæmi um þolfallsmyndina, en 215 um þágu-
fallsmyndina. Enn og aftur kemur væntanlega engum á óvart að þolfalls-
Jón Símon Markússon64
16 Ég taldi setningar sem innihalda orðin fær. leikur, ítrótta-, lið, fótbólts- auk annarra
vísbendinga, s.s. nafnsins á fótboltaliði, til samhengis sem staðfestir að um merkingu (4c)
hefði verið að ræða.