Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 65
og þágufallsmyndirnar reynist tíðari en nefnifallsmyndin, enda um af mark -
aðan stað að ræða sem hægt er að fara á (fs. í/á + þf.), yfirgefa (fs. av/úr
+ þgf.), og staðsetja hlut eða verknað (fs. í/á + þgf.). Einnig voru skoð -
aðar eintölumyndir af samsetningunni fótbóltsvøllur, en staktíðni þeirra
reyndist tiltölulega lág: 24 dæmi um nf.et. fótbóltsvøllur; 25 um þf.et. fót-
bóltsvøll, en aðeins þrjú dæmi um þgf.et. fótbóltsvølli. Að auki skilaði leit
að þgf.ft. fótbóltsvøllum sex dæmum.
Samkvæmt töflu 2 eru eintölumyndir af vøllur í merkingunni ‘flugvöllur’
ekki sérlega algengar, en við leit að mismunandi beygingarmyndum sam-
setta orðsins flogvøllur kemur annað í ljós: nf.et. flogvøllur kemur fyrir 96
sinnum, þf.et. flogvøll 205 sinnum, en þgf.et. flogvølli 75 sinnum. Tíðni
þol fallsmyndarinnar kemur væntanlega ekki á óvart, enda eru flugvellir
oftast nefndir í umræðum um hvernig og hvenær fólk fer þangað. Hins
vegar snýst tölfræðin svolítið við þegar umræddar myndir eru notaðar
með ákveðnum greini en þá skilaði leit 132 dæmum um nf.et.mgr. flogvøll-
urin, 446 um þf.et.mgr. flogvøllin en 651 fyrir þgf.et.mgr. flogvøllinum. Það
á einnig við um ósamsetta nafnorðið vøllur að ákveðnar myndir þess eru
langtum tíðari en samsvarandi óákveðnar myndir: nf.et.mgr. vøllurin 152;
þf.et.mgr. vøllin 871; þgf.et.mgr. vøllinum 883. Í langflestum tilvikum hafa
ákveðnu myndirnar af vøllur merkinguna í (4c) eða ‘flugvöllur’.
Leit að myndum fótbóltsvøllur með ákveðnum greini skiluðu eftirfar-
andi tölum: um nf.et. fótbóltsvøllurin fundust aðeins níu dæmi, 92 niður -
stöður um þf.et. fótbóltsvøllin, en 72 dæmi var að finna um þgf.et. fótbólts-
vøllinum. Einnig hefur TTF að geyma tíu dæmi um nf./þf.ft. fótbóltsvøllir,
sbr. töflu 3.
Orð/staðarheiti nf.(et.) þf.(et.) þgf.(et.) Alls Hlutfall/4683
vøllur 77 93 205 375 8,01%
fótbóltsvøllur 24 25 3 52 1,11%
Tórsvøllur 139 218 215 572 12,21%
flogvøllur 96 205 75 376 8,03%
vøllurin 152 871 883 1906 40,70%
fótbóltsvøllurin 9 92 72 173 3,70%
flogvøllurin 132 446 651 1229 26,24%
Alls 629 1950 2104 4683
Hlutfall/4683 13,43% 41,63% 44,94%
Tafla 3: Tíðni eintölumynda viðkomandi orða eftir falli (dálkar); eftir orðum (raðir)
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 65