Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 67
dag ítrótta vøllur eða fótbóltsvøllur.18 Aftur á móti er merkingin í (4c) alls
ekki ný af nálinni, enda var samsetta orðið leikvǫllr notað þegar í forn -
vestur nor rænu, til dæmis í Bærings sögu fagra, íslenskri fornaldarsögu frá
fyrri hluta 14. aldar. Því má telja sennilegt að Færeyingar til forna hafi líka
þekkt orðið.
Þó má af ýmsum ástæðum velta vöngum yfir því hversu oft orðið hafi
komið fyrir í fornvesturnorrænu almennt. Í þessu sambandi færir til
dæmis Gardeła (2012:239–240) rök fyrir því að utanhússíþróttir hafi síður
tíðkast hjá norrænum mönnum fyrri alda en nú. Meðal ástæðna nefnir
hann veður, kulda og skort á birtu yfir vetrarmánuðina. Þessu til stuðn -
ings má nefna að samkvæmt fornum heimildum, t.d. Hálfdánar sögu Ey -
steinssonar (frá fyrri hluta 14. aldar), notuðu norrænir menn fornaldar
stundum sali til íþróttahalds, en e.t.v. var þetta aukahlutverk salarins.19
Ætla má því að notkun fær. vøllur í merkingu (4c) hafi áður tíðkast í minna
mæli en nú á dögum í ljósi þess að þar til gerðir leik- og/eða íþrótta vellir
voru fáir sem engir í Færeyjum fram til ársins 1911; þá var fyrsti viður-
kenndi fótboltavöllur landsins lagður í Gundadal (Þórshöfn) (sjá Arge
1994).20 Því má ætla að tíðni allra beygingarmynda orðsins vøllur hafi verið
lægri í eldra máli en nú er. Auk þess liggur í augum uppi að tíðni fær. vøllur
í merkingunni ‘flugvöllur’ og öll dæmi af samsetningunni fótbóltsvøllur
dragast frá ef tekið er mið af færeysku fyrri alda.
Til þess að fá hugmynd um tíðni beygingarmyndanna fyrr á öldum
verður stuðst við tölfræðina í töflu 2 til viðmiðunar. Þegar öll dæmi um
orðið í merkingu (4c) og sem styttingar af orðinu flugvøllur hafa verið
dregin frá standa eftir 49 dæmi sem gætu hafa átt sér samsvörun í eldri
færeysku, þ.e. í merkingunum í (4a–b): níu um nf.et. vøllur, 34 um þf.et.
vøll, en sex um þgf.et. vølli. Enn er eftir að áætla tíðni orðsins leikvøllur í
eldri færeysku, en við mat á heimildum frá öðrum málsvæðum þyrfti líka
að taka tillit til ólíkra aðstæðna í raunheimi, s.s. veðurs og landslags í Fær -
eyjum (sjá hér að framan).
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 67
18 Þó er elsta skráða dæmið um notkun fær. fótbóltsvøllur frá 1943, samkvæmt leit á
Timarit.is.
19 Hér er þó rétt að minna á að knattleik utanhúss er lýst í 40. kafla Egils sögu Skalla -
grímssonar.
20 Fyrsti leikurinn á Gundadalsvellinum fór fram 18. júní 1911. Fyrir þann tíma voru
tveir óviðurkenndir vellir, annar í Hoydölum frá u.þ.b. 1904 og hinn, sem er frá seinni
hluta 19. aldar, í Þvereyri. Ég þakka Brynjari Hlöðverssyni og Tormóði Peturssyni Djur -
huus fyrir að veita mér upplýsingar um sögu fótboltavalla í Færeyjum og fyrir að benda
mér á heimildir um þetta.