Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 69
Ólíkt því sem gildir um nútímafæreysku benda áætluðu tölurnar í töflu 4
til þess að þolfallsmyndin hafi verið tíðari en hinar eintölumyndirnar saman -
lagt fyrr á öldum (sjá töflur 1, 2 og 3 í 5.1.1). Hækkandi tíðni milli mynda
er sýnd í (7).
(7) nefnifall (10)/þágufall (10) → þolfall (34)
Í 6.1.2 verða áhrif bæði stak- og dreifitíðni metin í ljósi beygingarþróunar
fær. vøllur.
5.2 Staktíðni einstakra mynda af orðinu fjørður
Beygingarmyndirnar nf.et. fjørður, þf.et. fjørð, þgf.et. firði/fjørði, nf./þf.ft.
firðir, þgf.ft. fjørðum/firðum/fjarðum koma fyrir alls 571 sinni í TTF.
Tíðni einstakra orðmynda er sýnd í töflu 5.
Beygingarmyndir Tíðni (alls 571) Hlutfall (%) Alls (et./ft.)
nf.et. fjørður 34 5,95%
þf.et fjørð 120 21,02%
þgf.et. firði 34 5,95% 208
fjørði 20 3,50%
nf.ft. firðir22 55 9,63%
þf.ft. firðir 95 16,64%
fjarðir 1 0,18%
þgf.ft. fjørðum 16 2,80% 363
firðum 169 29,60%
fjarðum 27 4,73%
Tafla 5: Tíðni einstakra beygingarmynda fær. fjørður og hlutfall þeirra af heildar -
fjölda dæma (571).
Hér er rétt að taka fram að stundum fer eftir mállýskum hvaða hliðar-
myndir koma fyrir. Í þessu sambandi hef ég eftir Weyhe (pers. uppl.) að
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 69
einstakra orðmynda auk beinnar tilvísunar í heimildina þar sem viðkomandi mynd er að
finna. Til að komast að sögulegri tíðni beygingarmynda völlr/völlur í ÍT var hakað við val-
möguleikann „Fornrit“. Leitin skilaði þessum niðurstöðum: völlur (og allar beygingar-
myndir orðsins) = 235 dæmi; nf.et. völlr = 12 dæmi; þf.ft. völlu = 43 dæmi; nf.et.mgr.
völlrinn = 1 dæmi; þf.ft. mgr. völluna = 16 dæmi; alls = 307 dæmi. Bein slóð er <http://
corpus.arnastofnun.is>.
22 Ekkert dæmi fannst um myndina fær. nf.ft. *fjarðir í textasafninu.