Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 70
í Suðurey komi stofninn firð- alls ekki fyrir; þar hafi stofnmyndin fjørð-
verið alhæfð í eintölunni, sbr. nf.et. fjørður, þf.et. fjørð og þgf.et. fjørði, en
fjarð- í fleirtölunni, sbr. nf.(?)/þf.ft. fjarðir, þgf.ft. fjarðum. Þessi þróun
rennir stoðum undir hugmyndir um samband forms og merkingar, enda
einkennist dreifingin hjá Suðureyingum af fyllidreifingu á grundvelli
merk ingar (sjá 3.3). Samkvæmt upplýsingum frá Weyhe kemur aftur á
móti ýmist þgf.et. firði eða fjørði fyrir norðan Skopunarfjörð, t.d. munu
Fuglfirðingar sjálfir nota þágufallsmyndina Fuglafirði. Enn fremur segir
hann að Skálfirðingar geri greinarmun á þágufallsmynd staðarheitisins
Skálafjørður eftir því hvort um fjörðinn sjálfan er að ræða, sbr. þgf.(mgr.)
Skálafjørði(num), eða byggðina í kring, þá þgf. Skálafirði. Þetta merkir að
á sumum stöðum eru tvímyndir notaðar í tali heimamanna, en e.t.v. í
aðeins ólíkri merkingu.
Eins og sagði í 4.2 kemur ft. firðir aðeins fyrir í einu staðarheiti í Fær -
eyjum, þ.e. Firðirnir í Vestmanna. Það kann því að koma lesendum á
óvart að fleirtölumyndir orðsins fjørður eru tíðari en myndir eintölunnar
samkvæmt töflu 5, eða 208 (et.) á móti 363 (ft.), en þegar betur er að gáð
hafa ýmsir þættir áhrif á niðurstöðurnar. Í fyrsta lagi eru færeyskir mál-
notendur líklegri til að nota fjarðarheiti í heilu lagi en að stytta það í
Fjørður.23 Samsett örnefni á -fjørður er ekki að finna í töflu 5, en hefði
verið tekið tillit til tíðni slíkra samsetninga væru eintölumyndir samt
langtum fleiri en fleirtölumyndirnar (sjá hér að neðan). Þannig gefur tafla
5 e.t.v. töluvert skakka sýn á tíðni eintölumynda fær. fjørður þegar samsett
örnefni eru talin með.
Miðist tíðni eintölumynda orðsins fjørður einnig við samsett örnefni
bætast öll dæmi um Kollafjørður, Fuglafjørður o.fl. við, enda ná skilgrein-
ingarnar í (5a–c) utan um staðarheiti (sjá 4.3). Þó að aðeins tíðni staðar-
heitisins Fuglafjørður sé athuguð tekur staktíðni eintölumynda þá þegar
langt fram úr dæmunum um fleirtölumyndir í töflu 5. Niðurstöður eftir
leit í TTF eru svohljóðandi: 376 dæmi fundust um nf. Fuglafjørður, 122
dæmi um þf. Fuglafjørð, auk 1352 dæma um þágufallsmyndirnar, þ.e. 1335
fyrir Fuglafirði en 17 fyrir Fuglafjørði. Það sama gildir um beygingar myndir
örnefnisins Kollafjørður: nf. Kollafjørður skilaði 396 niðurstöð um, þf. Kolla -
Jón Símon Markússon70
23 Þótt það sé óvíst að upplýsingar um þetta komi fyrir í textasafninu, enda eru slíkar
styttingar trúlega talmálsfyrirbæri fyrst og fremst, hef ég borið þetta undir færeyska
móðurmálshafa og málvísindamenn til staðfestingar. Ég hef þó eftir Lenu Reinert: „Tað
gjørdu tey fyrr her í Kaldbak um Kaldbaksbotn/-fjørð. Tey søgdu „at fara inn í Fjørð“, havi
eg fingið fortalt. Tá búði eingin har.“