Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 71
fjørð 157, þgf. Kollafirði 986, Kollafjørði 27. Nákvæm sundur liðun er gefin
í töflu 6.24
Hlutfall/
Orð/staðarheiti nf.(et.) þf.(et.) þgf.(et.)* Alls Hlutfall 3987
fjørður 34 120 34/20 208 5,74% 5,22%
Fuglafjørður 376 122 1335/17 1850 51,05% 46,40%
Kollafjørður 396 157 986/27 1566 43,21% 39,28%
Samanlagt 806 399 2355/64 3624 90,90%
Hlutfall 22,24% 11,01% 64,98%/1,77%
Hlutfall/3987 20,22% 10,01% 59,07%/1,61% 90,90%
Tafla 6: Tíðni eintölumynda eftir falli (dálkar); eftir orðum (raðir); og heildar-
hlutfall (%) (eintölu)mynda (3624) fær. fjørður til samanburðar við samanlagðar
tölur fyrir bæði eintölu- og fleirtölumyndir (3987).
* Tölurnar í dálknum „þgf.(et.)“ eru fyrir hliðarmyndirnar firði (vinstra megin) og fjørði
(hægra megin).
Samkvæmt töflu 6 eru dæmi um eintölumyndirnar af fær. fjørður 3624 af
3987, miðað við samanlagða tíðni eintölunnar og fleirtölunnar (sjá töflu 5).
Þegar orðið fjørður kemur fyrir utan samsetningar eru eintölumyndirnar
208. Leit að tíðni mynda í samsetningunum Fuglafjørður og Kollafjørður
skilaði 3416 dæmum. Samanburður á tíðni einstakra eintölumynda sýnir
stigveldið í (8).
(8) þolfall (399) → nefnifall (806) → þágufall (2419)
Eintölumyndir fær. fjørður eru því 90,89% af tíðni beggja talna saman-
lagðra, en þgf.et. firði er miklu algengari en allar aðrar myndir orðsins.
5.3 Samantekt
Í 5.1.1 var skýrt frá staktíðni ólíkra mynda af fær. vøllur samkvæmt TTF.
Í ljós kom að mynd þágufalls eintölu væri algengust í nútímamáli og að
sú mynd væri oftast notuð í merkingunum ‘leik- og/eða íþróttavöllur’ og
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 71
24 Hér skal tekið fram að ég athugaði tíðni beygingarmynda hjá fleiri samsettum
staðarheitum með -fjørður. Skopunarfjörður er eitt fárra dæma um samsett örnefni með
-fjørður sem koma oftar fyrir í þolfalli en þágufalli. Helst virðist talað um ferðir yfir eða um
Skopunarfjörð, enda ekki nafn á bæ heldur á sundi, eða nafnið á firðinum notað í tengslum
við stað í nánd, sbr. t.d. Sunnan fyri Skopunarfjørð búgva 7000 fólk.