Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 73
hljóðavíxl sín fyrir áhrif frá þeim fyrrnefnda.25 Í þessu sambandi er rétt
að nefna að karlkyns a-, an- og i-stofnar voru alltaf fleiri en u-stofnar, auk
þess sem beyging þeirra fyrrnefndu hefur ekki einkennst af stofnsérhljóða -
víxlum að neinu marki.26 Þetta sést á fornvesturnorrænu beygingar -
dæmunum í (9).
(9) a-st. an-st. i-st. u-st. u-st.
et. nf. hestr granni sauðr vǫllr fjǫrðr
þf. hest granna sauð vǫll fjǫrð
þgf. hesti granna sauð velli firði
ef. hests granna sauðar vallar fjarðar
ft. nf. hestar grannar sauðir vellir firðir
þf. hesta granna sauði vǫllu → velli(r) fjǫrðu → firði(r)
þgf. hestum grǫnnum sauðum vǫllum fjǫrðum
ef. hesta granna sauða valla fjarða
Þótt sumt hafi verið ólíkt með beygingu i- og u-stofna er ljóst af (9) að
umræddir flokkar áttu ýmislegt sameiginlegt. Til dæmis má nefna end-
inguna fvnorr. nf.ft. -ir, sbr. kk. i-st. nf.ft. sauðir, u-st. nf.ft. vellir, firðir.
Auk þess deildu u-stofnar endingunni fvnorr. ef.et. -ar með tiltölulega
litlum fjölda karlkynsorða, einkum i-stofna, sbr. kk. i-st. ef.et. sauðar, u-
st. ef.et. vallar, fjarðar.
Aftur á móti höfðu u-stofnar endinguna fvnorr. þf.ft. -u á elsta skeiði
og líklega eitthvað fram eftir öldum (sjá hér á eftir), en samsvarandi mynd
karlkyns i-stofna hafði -i. Hvað áhrif mynsturstíðni varðar skal bent á að
þegar mynd þolfalls fleirtölu féll saman við nefnifallsmyndina hjá karl-
kyns a-, an- og i-stofnum í færeysku tóku samsvarandi myndir u-stofna
þátt í ferlinu og fengu endinguna nf./þf.ft -ir. Þannig féllu fvnorr. a-st.
nf.ft. hestar og þf.ft. hesta saman í fær. nf./þf.ft. hestar; fvnorr. i-st. nf.ft.
sauðir og þf.ft. sauði féllu saman í fær. nf./þf.ft. seyðir;27 myndir á borð
við fær. nf./þf.ft. vøllir, firðir benda því til samfalls þf.ft. -i við nf.ft. -ir.
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 73
25 Sjá þó Jón Símon Markússon (2022a, 2022b) um takmarkaða virkni lítils undir-
flokks kvenkynsnafnorða í íslensku sem einkennist af stofnsérhljóðavíxlum milli eintölu
og fleirtölu af taginu nf./þf./þgf.(/ef.)et. bók(ar) ~ nf./þf.ft. bækur, rót ~ rætur.
26 Hér eru u-hljóðvarpsvíxl í þágufalli fleirtölu viðkomandi orða undanskilin, sbr. t.d.
þgf.ft. a-st. ǫrmum, i-st. stǫðum, an-st. grǫnnum (sjá Jón Símon Markússon 2012, 2017).
27 Fvnorr. au > fær. ey við óskilyrta hljóðbreytingu, mögulega fyrir 1400 (sjá Höskuld
Þráinsson o.fl. 2012:394).