Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 74
Aðeins karlkyns i-stofnar höfðu þf.ft. -i í elstu fornvesturnorrænu, en
formleg líkindi á grundvelli sameiginlegu endingarinnar nf.ft. -ir hafa
lokkað þf.ft. -i yfir til u-stofna.28
Í ljósi þess að stærri karlkynsflokkarnir sýndu ekki flókin stofnsér-
hljóðavíxl á við u-stofna reynast þau almennt afar sjaldgæf hjá karlkyns-
flokkum nafnorða. Því má telja enn meiri þrýsting en ella hafa verið á u-
stofnum til að gefa stofnsérhljóðavíxlin upp á bátinn. Enn fremur var
ekki einsleitt víxlamynstur hjá u-stofnum, heldur aðallega um tvo undir-
flokka að ræða (sjá 2.1). Þar af leiðandi má líta á útjöfnun hjá u-stofnum
sem skref í áttina að meiri regluleika með hliðsjón af mynsturstíðni stofn-
sérhljóðavíxla (sjá t.d. Fertig 2013:72). Í því samhengi helst regluleiki í
hendur við samband tíðni, rótfestu og minnisstyrks (sjá 3.2). Áhrifum
stærri karlkyns flokkanna á beygingu u-stofna mætti lýsa með hlutfalls-
jöfnunni í (10).29
(10) nf.et. seyiður : þgf.ft. seyiðum : nf./þf.ft. seyiðir/seyiði(r)
nf.et. vøjllur : þgf.ft. vøjllum : nf./þf.ft. X; X = vøjllir/vøjlli(r)
Úr jöfnunni má lesa að alhæfing stofnmyndarinnar vøll-, auk lánsins á
endingunni þf.ft. -i(r), stafi af áhrifum frá karlkyns i-stofnum, sem nafn-
orðið seyður er fulltrúi fyrir.
6.1.2 Fær. vøllur: útjöfnun á kostnað stofnsins vell-
Hér verður gerð grein fyrir alhæfingu stofnsins vøll- í beygingardæmi
orðsins vøllur og þar með einnig hvarfi stofnsins vell-. Þeir sem aðhyllast
málnotkunarnálgunina gera ráð fyrir ríkulegu vinnsluminni fyrir mann-
legt mál (e. rich memory for language) (t.d. Bybee 2010:14, 18–19), þ.e. að
beygingarmyndir, berir stofnar og beygingarendingar geymist í minni,
bæði ósamsett og samsett. Rök fyrir því að beygingarmyndir séu geymdar
í heilu lagi eru til dæmis byggð á reynslu málnotenda við málnotkun:
Jón Símon Markússon74
28 Hér skal bent á að Hammershaimb (1891) nefnir ekki gömlu endinguna -u í um -
mælum sínum um samfall þolfallsmynda fleirtölu við nefnifallsmyndina á meðan ferlið var
enn í gangi á seinni hluta 19. aldar — einkum á Suðurey. Því má telja líklegt að þolfalls-
myndir fleirtölu á -i af gömlum u-stofnum hafi þá verið að falla saman við nefnifallsmyndir
fleirtölu á -ir: annars hefði Hammershaimb þótt tilefni til að nefna þf.ft. -u. Til viðmiðunar
má benda á að endingin þf.ft. -u er horfin úr íslensku um 1500 (Björn K. Þórólfsson 1925
[1987]).
29 Hér beinir ‘eyi’ athygli að því að sama stofnsérhljóð er í öllum beygingarmyndunum
af fær. seyður sem tilfærðar eru í (10). Síðan gegnir ‘øj’ sama hlutverki í viðkomandi mynd-
um fær. vøllur í neðri línunni.