Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 75
stofnmyndir eru oft bundnar við ákveðnar beygingarmyndir og þar með
tengdar endingum þeirra. Enn fremur er litið svo á að t.d. beygingarend-
ingin fær. þgf.ft. -um — sem gegnir sama hlutverki hjá næstum öllum nafn -
orðum í málinu — sé tákn þágufalls fleirtölu óháð tengslum við tiltekna
stofnmynd, en þá þekkingu má tákna sem skemað [Xum]þgf.ft. (sjá t.d.
Janda 2007),30 þar sem ‘X’ táknar ‘hvaða stofnmynd sem er’. Hið sama
gildir þá um stofnmyndir sem geymdar eru í minninu en er þó hægt að
kalla fram án endingar, sbr. t.d. skemað [firð-]þgf.et., nf./nf./þgf.ft..
Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að auk heilla orðmynda séu stofn-
myndir og beygingarendingar einnig rótfastar í minninu, óháð tilvist hver
annarrar. Öðruvísi væri ekki hægt að púsla saman nýrri mynd úr stofn-
mynd og beygingarendingu sem áður mynduðu ekki orðhlutafræðilega
heild. Dæmi eins og nýjungin fær. þgf.ft. firðum, sem samsett er af stofn-
myndinni firð- og beygingarendingunni þgf.ft. -um, benda einmitt til þess,
að ólíkum orðhlutum geti verið púslað saman eftir að hafa verið sóttir
hver í sínu lagi.
Í (11) eru sýnd beygingardæmin fyrir fvnorr. vǫllr og afkomanda þess,
fær. vøllur, sem eru endurtekin úr (2) og (3). Stofnsérhljóðin í yngri
hliðar myndum á báðum málstigum eru feitletruð (úr örinni í (11) má lesa
‘öðlaðist tvímyndina’).
(11) et. nf. vǫllr vøllur
þf. vǫll vøll
þgf. velli vølli
ef. vallar
ft. nf. vellir vøllir/vallir
þf. vǫllu → velli(r) vøllir/vallir
þgf. vǫllum vøllum/vallum
ef valla
Frá sjónarhóli málnotkunar kemur ekki á óvart að stofnmynd fvnorr.
þf.et. vǫll (> fær. vøll) hafi legið til grundvallar, enda hefur sú mynd verið
algengust í færeysku fyrri alda miðað við umreikninginn í 5.1.2. En er
tíðni mismunurinn á þolfallsmynd eintölu og þágufallsmyndinni — 34
dæmi á móti tíu — nægilega mikill til að ákvarða grunnmyndina? Í þessu
sambandi skal bent á að áætluð staktíðni stofnmyndarinnar vell- í eintölu
hefur verið u.þ.b. 23% miðað við færeysku fyrri alda, sbr. 44 dæmi um
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 75
30 Við framsetningu skema fer ég eftir Booij (2010).