Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 81
mynda þess að segja, heldur var talið líklegra að upplifun málnotenda af
aðstæðum í raunheiminum skæri úr um hversu oft ólík fyrirbæri bærust í
tal, til samræmis við hugmyndir Haspelmaths (2006). Í ljósi þessa var
ákveðið að hafna hugmyndum um áhrif (sér)mörkunar á stefnu útjöfnunar
og leita skýringa sem miðuðu við ólíka tíðni einstakra beygingarmynda í
mismunandi merkingum orðanna samkvæmt Føroyskri orðabók (4. kafli).
Í 5. kafla var svo sagt frá tíðnirannsókn sem studdist við innihald fær-
eyska textasafnsins Teldutøka tekstasavn Føroyamálsdeildarinnar. Rann -
sóknin leiddi eftirfarandi í ljós:
1. Myndin þgf.et. vølli er algengasta myndin af fær. vøllur, bæði
ósamsettu og í samsettum orðum, en í báðum tilvikum vísar orðið
oftast í leik- og/eða íþróttavöll, en næstoftast til flugvallarins í
Vogum (5.1.1).
2. Á grundvelli umreiknings á sögulegri tíðni orðsins miðað við notk-
un þess í forníslenskum málheimildum er þf.et. vøll aftur á móti
talin hafa verið algengust í færeysku fyrri alda. Við umreikninginn
var nauðsynlegt að draga staktíðni orðsins vøllur í merkingunni
‘flugvöllur’ alfarið frá tíðni orðsins í nútímafæreysku. Auk þess var
tekið tillit til sérfæreyskra aðstæðna eins og landshátta, veðurfars
og áhrifa þessara þátta á utanhúss íþróttir fyrr á tímum, áður en
sérstakur íþróttavöllur var lagður í Færeyjum árið 1911 (5.1.2).
3. Í nútímafæreysku er þgf.ft. firðum tíðasta mynd orðsins fjørður
utan samsetningar. Í samsetningum er myndin þgf.et. -firði aftur á
móti langalgengust, enda tilhneiging að nefna firði og bæi fullu
nafni frekar en stytta það í fjørður. Gera má ráð fyrir að þannig hafi
það alltaf verið, enda eru örnefni með -fjørður gamalgróin (5.2).
Á grundvelli þessara niðurstaðna var stefna útjöfnunar rakin í ljósi mál-
notkunar í 6. kafla. Grunnmyndir beygingardæmanna voru því ákvarð -
aðar með vísun til áhrifa stak- og dreifitíðni á rótfestu og minnisstyrk.
Einnig var gerð grein fyrir þróun miðað við tilhneigingu til að samræma
tiltekna stofnmynd beygingardæmis við ákveðna merkingu. Eftirfarandi
niðurstöður komu fram um stefnu útjöfnunar í beygingardæmi fær. vøllur
(6.1.1 og 6.1.2).
4. Beygingarþróun nær allra gamalla u-stofna, þ.á m. fær. vøllur,
bendir til áhrifa karlkyns i-stofna, auk skorts á stofnsérhljóðavíxl-
um hjá stærri karlkynsflokkum almennt.
Um áhrif tíðni á stefnu útjöfnunar 81