Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 89
Óhætt mun að fullyrða að hliðstæð dæmi í íslensku séu flestum ótæk.
Íslenska er ekki og hefur aldrei verið „eiginlegt núllfrumlagsmál“ (e. genuine
eða consistent null subject language; sjá t.d. Biberauer o.fl. 2010).
Núllfrumlögin í (2) eru hlutlaus og raunar skyldubundin við venjuleg-
ar kringumstæður. Sé hins vegar um að ræða andstæðuáherslu (ʻÉG, en
ekki einhver annar’, ʻVIÐ, en ekki einhverjir aðrir’), er sagt frumlag (io
ʻég’, noi ʻvið’) haft í stað núllfrumlagsins (sjá t.d. Rizzi 1982). Eftir því sem
best verður séð hefur íslenska aldrei haft vísandi núllfrumlög sem eru
skyldubundin eða því sem næst. Aftur á móti er talsvert af vísandi núll-
frumlögum sem virðast hafa verið valfrjáls í forníslenskum og síðari aldar
textum, allt fram á 19. öld, en þá hefur verið talið að þau hafi horfið úr
málinu (Þóra Björk Hjartardóttir 1993:16–17; Þorbjörg Hróarsdóttir
1996:122–128). Í óbundnu máli eru langflest vísandi núllfrumlög fyrri tíðar
í 3. persónu (Nygaard 1906:8 o. áfr., Þóra Björk Hjartardóttir 1993:51).
Í bundnu máli frá öllum öldum er nokkuð um núllfrumlög í 1. og 2. per-
sónu, en slík núllfrumlög koma þó líka stöku sinnum fyrir í óbundnu
máli (Þóra Björk Hjartardóttir 1993 [1987], Þorbjörg Hróars dóttir 1996,
Kinn o.fl. 2016). Sjá dæmin í (3) og (4).
(3) a. Ekki em __ því mjög vanur … (ek)
(Morkinskinna, 13. öld, dæmi hér tekið eftir Kinn o.fl. 2016:48)
b. … bið ég þig að __ sért örugg og staðföst … (þú)
(Georgíus saga, um eða upp úr 1500, dæmi hér tekið eftir Kinn o.fl.
2016:48–49)
(4) a. varð eg þá svo þreytt að __ ei gat setið við brullaupsborðið (ég)
(sendibréf 1813, dæmi hér tekið eftir Þóru Björk Hjartardóttur
1993:48)
b. Meðal annars hafðir þú skrifað að __ ei fengir greinilega að vita
hvernig … (þú)
(sendibréf 1816, dæmi hér tekið eftir Þóru Björk Hjartardóttur
1993:48)
c. Nú náttum vér … og strax að morgni í góðu veðri lögðum __ árla á
heiðina (vér)
(ferðasaga 1709, dæmi hér tekið eftir Þóru Björk Hjartardóttur
1993:77)
Núllfrumlög í 1. og 2. persónu voru þó afar fátíð bæði í fornu máli og
máli síðari alda og virðast sem sagt hverfa með öllu úr óbundnu máli um
miðja 19. öld sem og reyndar einnig vísandi núllfrumlög í 3. persónu.
Af núllfrumlögum í íslensku 89