Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 91
Þetta er í samræmi við þá viðteknu skoðun að vísandi núllfrumlög séu af
einhverjum ástæðum horfin úr íslensku. Það er þó óljóst hverjar ástæð -
urnar gætu verið. Sagnbeygingin hefur sáralítið breyst í íslensku frá fornu
fari til nútíma; hafi sagnendingarnar getað vísað á persónu og tölu núll-
frumlaga í fornu máli ættu þær alveg eins að geta gert það í nútímamáli.
Því hefur enda verið haldið fram að sagnendingarnar hafi ekki skipt máli
fyrir túlkun vísandi núllfrumlaga í forna málinu, a.m.k. ekki í aukasetn-
ingum, heldur hafi þau ávallt verið túlkuð í samræmi við sagðan undan-
fara (Halldór Ármann Sigurðsson 1993). Halldór tilfærir m.a. dæmið í (7)
þessu til stuðnings:
(7) ok kom hanni þangat, ok var Hoskuldr uti, er __i reið í tún
(Reykjabók Njáls sögu, 14. öld, dæmi hér tekið eftir Halldóri
Ármanni Sigurðssyni 1993:248, 263)
Vísandi núllandlög voru líka algeng í fyrri tíðar máli og hlutu augljóslega
engan stuðning af endingum sagna heldur virðast þau í aðalatriðum hafa
verið skilyrt með sama hætti og vísandi núllfrumlög.
Sú túlkun Halldórs að vísandi eiginleg núllfrumlög í forníslensku hafi
ávallt stuðst við ákveðinn undanfara byggist að miklu leyti á rannsókn
Þóru Bjarkar Hjartardóttur (1993 [1987]) á núllfrumlögum í eldra máli, en
þó ekki að öllu leyti eins og brátt verður vikið að. Kinn o.fl. vísa þessari
túlkun á bug og tilfæra sjö dæmi (2016:56–59) sem eiga að sýna að til hafi
verið vísandi núllfrumlög án ákveðins undanfara en þau dæmi sem þau
nefna hafa núllfrumlög með óljósri eða almennri tilvísun. Kinn o.fl. styðj -
ast við Sögulega íslenska trjábankann (Icelandic Parsed Historical Corpus,
IcePaHC) og hafa ekki athugað sjálfa textana í trjábankanum. Þetta er
varhugavert því að þáttun núllliða virðist þar vera gölluð; sumir ópersónu-
legir núllliðir virðast vera flokkaðir sem vísandi og sumir liðfelldir um ræðu -
liðir (sjá hér síðar) sem eiginleg núllfrumlög. Þetta hefur e.t.v. takmörkuð
áhrif á heildarniðustöður Kinn o.fl. en mikil á niðurstöður þeirra um ein-
staka texta. Þannig komast þau að þeirri niðurstöðu (2016:39) að 21% vís-
andi frumlaga í Fyrstu málfræðiritgerðinni séu ósögð, 46 af samtals 221,
en það er fjarri sanni. Athugun á textanum3 leiðir í ljós að þar eru aðeins
12 ótvíræð dæmi um eiginleg vísandi núllfrumlög, öll í 3. persónu, en fjöl-
mörg dæmi um núllfrumlög sem hafa óljósa eða ópersónulega tilvísun.4
Af núllfrumlögum í íslensku 91
3 <http://etext.old.no/gramm/>
4 Raunar fann ég aðeins átta dæmi við fyrstu athugun en Einar Freyr Sigurðsson benti
mér á fjögur önnur. Hafi hann þökk fyrir. Sumum af þessum „viðaukadæmum“ svipar til