Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 92
Fyrstu persónu fornafnið ek kemur 73 sinnum fyrir í textanum en hann
inniheldur ekki eitt einasta ótvírætt dæmi um samsvarandi núllfrumlag.
Nokkur dæmi eru þar hins vegar um liðfellt ek í samtengdum setningum,
eins og altítt er um ég og önnur frumlög í nútímamálinu (sjá bráðlega um
tengieyðingu).
2. Eiginleg vísandi núllfrumlög aðgreind frá öðrum ósögðum frum -
lögum
Vísandi núllfrumlög eru vissulega mjög fátíð í nútímamáli en þau koma
þar þó stöku sinnum fyrir. Í formlegu málsniði má t.d. hafa ósögð vísandi
frumlög í setningunum í (8) (sjá Halldór Ármann Sigurðsson 1993:248).
(8) a. Nei, þetta gengur ekki, égi get ekkert gert úr þessu þótt snjallur sé __i.
(Þjóðviljinn 29. jan. 1989, bls. 2; Tímarit.is)
b. Hún fær okkuri til að staldra við, standa saman, þótt ólík séum __i.
(Morgunblaðið 28. ág. 2014, bls. 68; Tímarit.is)
Það er talsvert af dæmum af þessu tagi í Tímarit.is og Risamálheildinni,
bæði í vh.nt. og vh.þt., langflest með sögn í 3.p. En e.t.v. er þetta ekki „að
marka“. Þetta kemur naumast fyrir nema í formlegu ritmáli og er að
mestu leyti bundið við þótt-setningar (en t.d. ekki þó að-setningar) með
stílfærðu lýsingarorði og tilheyrandi frumlagseyðu.
Halldór Ármann Sigurðsson (2011:276) nefnir tvö dæmi um vísandi
núllfrumlög frá því um 1940. Þau eru hér sýnd í (9).
(9) a. Ætlun skipstjórai var að sigla fram á 230 faðma dýpi, en __i hætti
við það.
b. Þarna var legið í tvo sólarhringa, en __ sáum ekkert skip.
(Guðmundur Ólafsson 1988:52)5
Halldór Ármann Sigurðsson92
dæmanna í (8) hér á eftir og má vera að það hafi villt um fyrir mér. Ætlunin er að gefa út
nýja gerð af trjábankanum og er nú unnið að lagfæringum á honum, en að sjálfsögðu er úti -
lokað að sneiða hjá öllum villum eða göllum í svo viðamiklu verkefni.
5 Þetta er úr viðtali sem Guðmundur Ólafsson frá Ási tók við Svein Magnússon frá
Ketu á Skaga um 1940 en birtist ekki fyrr en í Skagfirðingabók 17, 1988. Ritrýnir spyr hvort
núllfrumlögin geti stafað af mismælum. Það er að sjálfsögðu útilokað að geta sér til um það,
en Guðmundur Ólafsson setur fornöfnin sem „vantar“ (hann og við) inn í textann innan
hornklofa (eins og útgefendur fornrita hafa iðulega gert). Það er því a.m.k. ljóst að núll-
frumlögin eru úr munni Sveins sjálfs.