Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 93
Þessum dæmum svipar til venjulegrar tengieyðingar, eins og í (10), en þess
konar eyðing er algeng í málum sem ekki teljast núllfrumlagsmál eins og
brátt verður vikið aftur að.
(10) a. Skipstjórii ætlaði að sigla fram á 230 faðma dýpi en __i hætti við það.
b. Þarna lágum viði í tvo sólarhringa en __i sáum ekkert skip.
Sá er munur á að í tengieyðingu helgast eyðan af undanfarandi og samvís-
andi frumlagi í fyrri setningunni en í (9a) er undanfarinn eignarfallseinkunn
og í (9b) er enginn undanfari. Eyðurnar í (9) eru því eiginleg vísandi núll-
frumlög. Halldór Ármann heldur því fram (2011:276) að þessi núllfrumlög
séu ótæk í nútímamálinu, þar verði að hafa sögð frumlög: en hann hætti við
það og en við sáum ekkert skip. Eins og brátt verður ljóst er ástæða til að draga
þessa fullyrðingu Halldórs í efa.
Hér kemur hálfgerður útúrdúr: HLH-flokkurinn átti marga skemmti-
lega smelli um og upp úr 1980. Einn af smellunum heitir „Í útvarpinu
heyrði ég lag“, við texta eftir Jónas Friðrik Guðnason. Ég horfi og hlusta
stundum á myndbandsupptöku af þessu lagi á YouTube mér til skemmt-
unar.6 Myndbandið er kostulegt og lagið frísklegt og fjörgandi, en það er
þó textinn sem vekur mesta athygli mína. Þar er m.a. að heyra eftirfarandi
hendingar:
(11) a. Áðan í útvarpinu heyrði __ lag.
b. Núna, glaður mundi __ gefa flest.
c. Ef __ gæti heyrt þig syngja á ný.
Hér eru núllfrumlög í 1.p.et.! En aftur er þetta kannski ekki „að marka“.
Þetta er kveðskapur og orðskipan kveðskapar er oft annars konar en
venjulegs máls, eins og síðar víkur að, hvort sem um er að ræða talmál eða
ritmál.
Þetta vakti þó grunsemdir mínar um að e.t.v. væri það ofmælt að eig-
inleg núllfrumlög séu „ekki til“ í nútímaíslensku. Ég fór því að kanna
hvort finna mætti dæmi af þessu tagi í Tímarit.is og Risamálheildinni, en
sneiddi þó hjá öllum dæmum í kveðskap. Og viti menn, þar er slangur af
dæmum um eiginleg núllfrumlög. En áður en ég segi frá þessari könnun
er rétt að benda á að það er altítt að frumlög sem eru gefnir umræðuliðir
séu liðfelld fremst í aðalsetningum, einkum í óformlegu málsniði (umræðu -
liðfelling, e. topic drop). Mjög algengt er líka að „persónuleg“ frumlög séu
ósögð í seinni setningunni af tveim samtengdum setningum (tengieyðing),
Af núllfrumlögum í íslensku 93
6 <https://www.youtube.com/watch?v=10OH0Pt18B8>