Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 97
frá, t.d. sem að-setningar (sem eru með venjulegum tilvísunareyðum),
hendingar í kveðskap, augljósar villur (t.d. varst í stað varast, sem er nokk -
uð algeng innsláttarvilla) og eins augljós eða a.m.k. líkleg mismæli í við -
tölum (t.d. að við að erum í stað að við erum og því þú að varst í stað því að
þú varst). Stundum kemur eitt og sama dæmið fyrir oftar en einu sinni en
það er þá talið sem eitt dæmi. Auk þess er talsvert af greiningarvillum í
Risamálheildinni, s.s. að nafnorðið verð er stundum greint sem sögnin
verða í 1.p.et. (sjá um þá sögn hér á eftir). Allar slíkar villur eru að sjálf-
sögðu vinsaðar frá.
Dæmin um núllfrumlög í töflu 1 eru samtals 98 og þar af eru 83 í
1.p.flt. (85%), 14 í 2.p.et., eitt í 2.p.flt en ekkert í 1.p.et. Aðrar algengustu
sagnir málsins eru hafa, verða, segja, fara, taka, eiga, geta (í þessari röð í
Risamálheildinni). Ég leitaði að núllfrumlögum í að-setningum með þess-
um sögnum í Risamálheildinni og fann þar 180 dæmi um núllfrumlög í
1.p.flt. (89%), 21 dæmi um núllfrumlög í 1.p.et., tvö dæmi í 2.p.et. en
ekkert í 2.p.flt. Þessar niðurstöður að viðbættum niðurstöðunum í töflu 1
eru dregnar saman í töflu 2.
Fjöldi Hlutfall
1.p.et. 21 7,0%
2.p.et. 16 5,3%
1.p.flt. 263 87,4%
2.p.flt. 1 0,3%
Samtals 301 100%
Tafla 2: Fjöldi núllfrumlaga með átta algengustu sögnum málsins (vera, hafa,
verða, segja, fara, taka, eiga, geta), í að-setningum í Risamálheildinni.
Áður en ég reyni að túlka þessar niðurstöður er rétt að bera saman fjölda
dæma með og án sagðs frumlags með algengustu sögnum málsins í að-setn -
ingum í Risamálheildinni. Athugunin er takmörkuð við 1.p.flt. Niður -
stöðurnar eru sýndar í töflu 3.8
Dæmin með sögðu frumlagi eru nokkuð vantalin því að ekki er tekið til-
lit til dæma með sögn í þriðja sæti (t.d. að við ekki getum) og ekki heldur til
Af núllfrumlögum í íslensku 97
8 Ekki eru talin með allmörg dæmi þar sem segjum er í „hvatningarhætti“, að segjum t.d.
að hann vinni kosningarnar o.s.frv.