Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 98
að __ sögn í 1.p.flt að við sögn í 1.p.flt. Hlutfall núllfrumlaga
vera 83 116.878 0,07%
hafa 33 67.407 0,05%
verða 48 22.097 0,22%
segja 5 850 0,58%
fara 28 11.727 0,24%
taka 0 7.879 0,00%
eiga 9 40.005 0,02%
geta 48 55.400 0,09%
Tafla 3: Fjöldi dæma með og án sagðs frumlags í 1.p.flt. í að-setningum í Risa -
málheildinni ásamt hlutfalli núllfrumlaganna af heildinni.
dæma með umröðun frumlags og sagnar. Ég gerði nokkrar stikkprufur á
síðarnefnda atriðinu og fann t.d. 1.279 dæmi í Risamálheildinni um að +
atviksorð + geta í 1.p.flt + við, t.d. að þá getum við, en þessi ónákvæmni
hefur augljóslega nánast engin áhrif á heildarniðurstöðurnar og horfi ég
því fram hjá henni hér.
Ég leitaði líka að núllfrumlögum í Risamálheildinni í öðrum tegund-
um aukasetninga en að-setningum. Ég nefni sem dæmi niðurstöður mínar
fyrir hvort-, ef- og þegar-setningar með sögnunum vera, fara og verða. Í
hvort-setningunum fann ég aðeins eitt dæmi og það var með 1.p.flt. af
fara, þ.e. hvort förum. Í ef-setningunum fann ég 19 dæmi í 1.p.flt., þrjú
dæmi í 2.p.et. og eitt dæmi í 1.p.et. Í þegar-setningunum fann ég 34 dæmi
í 1.p.flt., sex dæmi í 2.p.et. og tvö dæmi í 1.p.et. Samtals eru dæmin í
1.p.flt. því 54 (82%), öll önnur dæmi 12. Að viðbættum tölunum í töflu 2
fann ég því alls 367 dæmi, þar af 317 í 1.p.flt. (86%). Þar eð leitir mínar
voru takmarkaðar við aðeins nokkrar sagnir og fáeinar samtengingar eru
núllfrumlagsdæmin í Risamálheildinni væntanlega nokkru fleiri.
Flest dæmin um vísandi núllfrumlög í aukasetningum sem ég rakst á
í Risamálheildinni eru frá því eftir 1980 og raunar langflest frá 21. öld.
Það var svo sem viðbúið, þar sem flestir textarnir í Risamálheildinni eru
frá 21. öld. Engu að síður mætti virðast sem fyrirbærið sé nýlegt og því
e.t.v. ótengt núllfrumlögum í eldra máli. Þetta fær stuðning af athugunum
mínum á núllfrumlögum í Tímarit.is. Meðal þess sem ég leitaði að þar
(15. desember 2021) voru þessir strengir með núllfrumlögum í 1.p.flt.: að
erum, að vorum, að séum, að værum. Samtals fann ég 13 dæmi fram til 1979
Halldór Ármann Sigurðsson98