Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 99
en 80 dæmi 1980–2019. Upplýsingar um textamagnið er ekki að finna á
Tímarit.is-vefnum, en ef marka má tíðni neitunarinnar ekki er texta-
magnið svipað fram til 1979 (2.039.895 dæmi um ekki) og frá 1980–2019
(2.274.949 dæmi um ekki). Það virðist því ljóst að núllfrumlögum í auka-
setningum hefur fjölgað í ritmálinu á undanförnum áratugum.
Eitt með öðru sem kann að benda til að nýleg núllfrumlög séu ótengd
núllfrumlögum í eldra máli er að mörg af nýlegu núllfrumlögunum eru í að-
skýringarsetningum, eins og bent var á hér að ofan (neðan við töflu 1). Í eldra
máli eru vísandi núllfrumlög í aukasetningum að mestu bundin við atviks-
setningar og afar fátíð í fallsetningum (Þóra Björk Hjartardóttir 1993: 48–
49). Enn annað sem bendir í sömu átt er að núllfumlög án undanfara koma
ekki fyrir í aukasetningum í eldra máli (Þóra Björk Hjartardóttir 1993:54, 80)
en mörg af nýju núllfrumlögunum í aukasetningum eru hins vegar án nokk-
urs undanfara. Þetta á t.d. við um dæmin í (17) (leturbreytingar mínar).
(17) a. Þau lög frá 1907 voru ein framsýnustu fornleifaverndarlög í Evrópu
á þeim tíma. Þau sýna að menningarlegan metnað skorti ekki hjá
heimastjórnarmönnum og verðandi háskólarektor, þrátt fyrir að
værum þá ein fátækasta þjóð í Evrópu.
(Morgunblaðið 5. mars 2009, bls. 25; Tímarit.is)
b. Miðað við önnur lönd er þetta há tala. Við skoðun á tölum frá
Norðurlöndum er hún nálægt 300 þúsund krónur. Reikna má hins -
vegar með óeðlilega háu gengi íslensku krónunnar svo að erum
kannski að tala um 330–350 þúsund krónur til samanburðar.
(Morgunblaðið 1. apríl 2005, bls. 35; Tímarit.is)
c. Jæja, nú er ég loksins sestur niður við skriftir og ætlunin er að
segja ykkur eitthvað frá dvölinni í Brasilíu. Venjulegur dagur byrj -
aði á því að vorum vakin kl. 6.30 og þá var farið í sturtu, …
(Austri 27. ágúst 1992, bls. 4; Tímarit.is; að hluta til sama dæmi og
í (16c))
Þriðja vísbendingin er þessi: Eins og áður er nefnt skiptu sagnendingar að
því er best verður séð engu máli fyrir túlkun vísandi núllfrumlaga í auka-
setningum í forna málinu en þessu virðist vera þveröfugt farið um nýju
núllfrumlögin. Langflest af þeim síðarnefndu eru í 1.p.flt. (86%) og -um-
endingin í 1.p.flt. er einmitt skýrasta persónu- og töluending sagna í ís -
lensku. Í 2.p.flt.-endingunum, -ið og -uð, er -ð oft ógreinilegt eða ógreinan -
legt í framburði, svo að þær falla auðveldlega saman við -i og -u. Það er því
naumast tilviljun að ég fann nánast engin núllfrumlög í 2.p.flt. (í óbundnu
Af núllfrumlögum í íslensku 99